Silja Bára um kappræðurnar: Ekki sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis heims Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2016 08:59 Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/Getty „Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
„Þetta eru ekki kappræður sem eru sæmandi frambjóðanda til valdamesta embættis í heimi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, um kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. Silja Bára segist telja að enginn frambjóðandi hafi nokkurn tímann mætt til leiks eins illa undirbúinn málefnanlega og Trump. „Eini undirbúningur hans virðist hafa falist í því að finna nógu stóra skítaklessu sem hægt væri að henda á andstæðinginn og vonast til að með því verði hægt að draga athyglina frá innihaldslausum málflutningi hans sjálfs.“LeðjuslagurSilja Bára segir kappræðurnar hafi byrjað á miklum leðjuslag eftir að Trump boðaði til fréttamannafundi skömmu fyrir kappræðurnar með fjórum konum sem hafa sakað Bill Clinton, fyrrverandi forseta og eiginmann Hillary, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. „Trump hefur sjálfur verið sakaður um nauðgun og kynferðislega áreitni yfir í mjög óviðeigandi hegðun gagnvart konum, og stillir sér þarna allt í einu upp sem málsvara kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt og sýnir hversu langt maðurinn er tilbúinn að fara. Það sem hann er að segja snýst um Bill Clinton, ekki Hillary Clinton. Hann er að reyna að gera hans hegðun að kosningamáli frekar en færni manneskjunnar sem hann er að etja kappi við. Síðan er málflutningurinn og frammíköllin í kappræðunum sjálfum fyrir neðan allan hellur. Því miður heldur maður að þetta hafi styrkt Trukmp hjá þeim sem trúa hvað mest á hann og meðal þeirra í hans harða fylgi. Það gleypir algerlega þennan málflutning.“Innihaldslaust og samhengislaustSilja Bára segir ennfremur að Hillary hafi í raun sýnt ótrúlega stillingu, náð að halda ró sinni þrátt fyrir öll þessi frammíköll og árásir andstæðings síns. „Framan af reyndi hún að vísa í sín stefnumál og það sem hún vill berjast fyrir. Þegar leið á varð hins vegar lítið rými til þess. Það var sama innihaldslausa orðagljáfrið eins og hefur verið hjá Trump fram til þessa. Innihaldslaust, samhengislaust, engar útfærðar stefnur. Hann segist bara ætla að gera Bandaríkin frábær aftur og búið. Ekkert meira en það. Það hefur verið viðvarandi og gagnrýni hennar á það náði því miður ekki neinu flugi. Hún hélt gagnrýninni á lofti og fólk sem að styður hana, það tekur sennilega undir með henni, en aðrir telja hana ekki hafa svarað hans ásökunum.“Skilur ekki stjórnskipun landsinsDonald Trump sagðist í kappræðunum meðal annars ætla að fá sérstakan saksóknara til að rannsaka tölvupóstsmál Hillary Clinton og fá hana til að sitja inni fyrir meint brot sín. „Enn og aftur sýndi Trump fram á að hann skilur ekki grundvallarstjórnskipun Bandaríkjanna. Það er ekki forsetans að ákveða hvort að einstaklingur úti í bæ verði sóttur til saka eða rannsakaður. Hann hefur sýnt það aftur og aftur, allt frá því að hann bað sig fram, að hann skilur ekki stjórnskipunarlegt hlutverk forsetans,“ segir Silja Bára.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05 Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07 Hart tekist á í kappræðunum Nóttin einkenndis af ásökunum og móðgununum. 10. október 2016 07:54 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Kannanir benda til að Clinton hafi haft betur Könnun CNN sýnir að 57 prósent áhorfenda segja Clinton hafa haft betur í kappræðunum á meðan 34 prósent sögðu Trump hafa unnið. 10. október 2016 08:05
Óvænt útspil Trump setur kappræðurnar í uppnám Í aðdraganda annarra kappræðna bandarísku forsetaframbjóðendanna hélt Donald Trump óvæntan blaðamannafund með konum sem ásökuðu eiginmann Hillary Clinton, fyrrverandi forsetann Bill Clinton, um að hafa nauðgað sér. 10. október 2016 00:07