Skoðun

Plástur á svöðusár?

Inga Björk Bjarnadóttir skrifar

Hugmyndir Samfylkingarinnar um þriggja milljóna forskot á fasteignamarkaði hafa vakið mikla athygli. Hugmyndin snýst í stuttu máli um að fyrirframgreiða vaxtabætur til 5 ára, allt að 3 milljónir kr., til að nýta í útborgun. Einhver lýsti þessari lausn sem plástur á svöðusár. Það á ég erfitt með að skilja þar sem lausnin er hugsuð til dæmis fyrir ungt fólk sem er fast á klikkuðum leigumarkaði eða þær fjölskyldur sem misstu heimili sín í hruninu. Þá ætlum við líka að byggja 5.000 leiguíbúðir um allt land, þar af 1.000 námsmannaíbúðir.



Skoðum bara minn persónulega veruleika:



Ég er fatlaður násmaður. Ég fæ 180.000 kr. í örorkubætur en greiði 93.000 kr. (eftir húsaleigubætur) í leigu. Þetta þýðir að ég hef á milli handanna 87.000 kr. til að reka heimili, bíl, kaupa í matinn, fara í sjúkraþjálfun og bara almennt vera til. Ég næ yfirleitt ekki að eiga neinn afgang og það má nákvæmlega ekkert koma upp á. Þetta er staða ótal margra. Þeir jafnaldrar mínir sem hafa keypt íbúðir síðustu misseri hafa búið frítt hjá foreldrum sínum langt fram á þrítugsaldur og unnið með skóla. Þá á fólk rétt svo fyrir útborguninni og margir fá lán frá foreldrum og tengdaforeldrum. Maður á hins vegar ekki að þurfa ríka foreldra til að koma þaki yfir höfuðið.



Við erum með lausn sem hjálpar mörgum núna en við erum líka með langtímaplan því þannig eru jafnaðarmenn. Við bregðumst við þegar við sjáum sára neyð en við hugsum líka til framtíðar.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×