Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson gerðist aðstoðarmaður Milosar Milojevic á miðju sumri í fyrra en kveður nú Víkina fyrir Árbæinn. vísir/ernir „Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
„Ég er rosalega stoltur af því að Fylkir treysti mér fyrir þessu verkefni,“ segir Helgi Sigurðsson í samtali við Vísi en hann var í morgun ráðinn þjálfari Árbæjarliðsins til næstu þriggja ára eins og Vísir greindi frá. Fylkir féll úr Pepsi-deildinni í haust eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild. Helgi segir að tveir dagar séu síðan Fylkismenn höfðu fyrst samband en þeir virtust heillast af því sem Víkingurinn sagði á símafundi þar sem hann var staddur erlendis. „Maður var með nokkra menn á línunni. Ég sagði mínar skoðanir og hvað ég vildi gera,“ segir Helgi sem hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og Fram undanfarin ár. „Ég er metnaðarfullur maður og það minnkaði ekkert eftir árangurinn í sumar með þriðja flokkinn,“ segir Helgi sem gerði 3. flokk Víkings að Íslandsmeisturum. „Ég var aðstoðarþjálfari hjá Ólafi Þórðarsyni og núna síðast með Milos undanfarið eitt og hálft ár. Mig var farið að kitla í að taka næsta skref í þessu og standa á eigin fótum.“Áður komið liðum upp Helgi þekkir það ágætlega að koma liðum upp úr næst efstu deild en það gerði hann sem leikmaður Fram árið 2006 og Víkings 2010. Nú þarf hann að koma Fylkismönnum upp af hliðarlínunni. „Fyrst og fremst er markmiðið að koma Fylki aftur upp í Pepsi-deildina. Félagið er 50 ára á næsta ári og því mun ég gera allt sem ég get til að gera sumarið skemmtilegt,“ segir Helgi. „Númer eitt, tvö og þrjú þarf maður að hafa gott lið til þess að ná árangri og þetta Fylkislið er gott. Þarna eru spennandi leikmenn með mikla reynslu sem hafa spilað lengi saman. Ef ég næ að búa til gott lið upp úr þessum hópi verðum við til alls líklegir.“ Helgi er staddur erlendis með fjölskyldunni í sumarfríi eftir langt og strangt sumar í Víkinni en lítið verður úr fríinu núna þar sem hann þarf að fara að skoða leikmannamálin. „Það verður eitthvað lítið úr þessu fríi. Maður getur samt alltaf verið í fríi en maður fær ekki alltaf svona tækifæri. Ég á skilningsríka fjölskyldu þannig þetta verður allt í lagi,“ segir Helgi Sigurðsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45