Íslendingaliðið í Álaborg í Danmörku vann heimasigur gegn GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.
Álaborg hefur farið vel af stað í deildinni og fyrir umferðina sátu þeir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson leika með liðinu en þeir gengu báðir til liðs við liðið í sumar auk þess sem Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er við stjórnvölinn.
Arnór skoraði eitt mark í 25-22 sigri og liðið heldur því toppsætinu og hefur unnið alla sína leiki til þessa. Stefán Rafn komst ekki á blað í leiknum í dag.
Álaborg með enn einn sigur
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



