Milljarðatekjur fyrir skósamninga í NBA Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 20:45 Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson. Íþróttir NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira
Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson.
Íþróttir NBA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Sjá meira