NFL-meistarar Denver Broncos unnu enn einn sigurinn um helgina og er eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni.
Philadelphia og Minnesota hafa ekki enn tapað leik en þau hafa bæði aðeins leikið þrjá leiki en Denver er búið að vinna fjóra leiki.
Denver varð fyrir áfalli í gær er leikstjórnandi liðsins, Trevor Siemian, fór meiddur af velli. Nýliðinn Paxton Lynch leysti hann af hólmi og gerði það vel.
Síðasti leikur Tom Brady, leikstjórnanda New England Patriots í leikbanni var í gær og hans var sárt saknað er liðið skoraði ekki stig á heimavelli gegn Buffalo. Patriots hafði leyst fjarveru hans frábærlega í fyrstu þrem leikjum tímabilsins og unnið þá alla. Í gær féll þeim aftur á móti allur ketill í eld.
Julio Jones hjá Atlanta varð í gær fyrsti útherjinn í þrjú ár sem grípur bolta fyrir yfir 300 jarda. Leikstjórnandi liðsins, Matt Ryan, kastaði yfir 500 jarda en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem útherji og leikstjórnandi ná yfir 300 og 500 jarda í sama leiknum.
Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, fékk heilahristing í leiknum og spilar væntanlega ekki um næstu helgi. Liðinu hefur gengið afleitlega í upphafi leiktíðar og hefur engan veginn staðið undir væntingum.
Úrslit:
Jacksonville-Indianapolis 30-27
Atlanta-Carolina 48-33
Baltimore-Oakland 27-28
Chicago-Detroit 17-14
Houston-Tennessee 27-20
New England-Buffalo 0-16
NY Jets-Seattle 17-27
Washington-Cleveland 31-20
Tampa Bay-Denver 7-27
Arizona-LA Rams 13-17
San Diego-New Orleans 34-35
San Francisco-Dallas 17-24
Pittsburgh-Kansas City 43-14
Í kvöld:
Minnesota - NY Giants
Staðan í deildinni.
Meistararnir ósigraðir | Patriots skoraði ekki stig
