Grípum tækifæri framtíðarinnar Illugi Gunnarsson skrifar 3. október 2016 00:00 Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar