Grípum tækifæri framtíðarinnar Illugi Gunnarsson skrifar 3. október 2016 00:00 Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun