Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar