Þjálfari NFL-liðsins Buffalo Bills, Rex Ryan, er mikill sprelligosi og getur augljóslega brugðið sér í allra kvikinda líki.
Lið Ryan á að spila við New England Patriots um næstu helgi og er mikil umræða um hver verði leikstjórnandi Patriots í leiknum.
Ekki er hreinlega útilokað að útherjinn Julian Edelman verði leikstjórnandi þar sem Tom Brady er í banni og báðir varamenn hans að glíma við meiðsli.
Blaðamenn frá Buffalo voru með Edelman í símaviðtali í blaðamannaaðstöðu Bills og Rex sá sér þar leik á borði. Þóttist vera blaðamaður og spurði Edelman hreint út hvort hann myndi spila sem leikstjórnandi.
Þetta skemmtilega atvik má sjá hér að neðan.
