New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:06 Jimmy Garoppolo fær nú risatækifæri til að sýna að hann er framtíðin hjá New England. vísir/getty New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20 NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20
NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira