Hard Knocks byrjar á Stöð 2 Sport í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2016 10:30 Hlauparinn Todd Gurley er ein skærasta stjarna LA Rams og einn allra besti leikmaður NFL-deildarinnar í sinni stöðu. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur sýningar á heimildaþáttaröðinni Hard Knocks í kvöld. Hard Knocks er framleitt af HBO-sjónvarpsstöðinni og fylgir eftir einu NFL-liði í gegnum undirbúningstímabilið sem hófst í byrjun júlí. Að þessu sinni verður fylgst með liði Los Angeles Rams sem flutti frá St. Louis fyrir núverandi tímabil. Liðið átti enn fremur fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og valdi þá leikstjórnandann Jared Goff. Alls eru þættirnir fimm talsins og verða fyrstu fjórir þættirnir sýndir daglega og lokaþátturinn svo á mánudagskvöld í næstu viku en Rams spilar svo sinn fyrsta leik á tímabilinu aðfaranótt þriðjudags. Stiklu úr þættinum má sjá hér fyrir neðan en það er má sjá meira myndefni á heimasíðu HBO. Þess ber að geta að Stöð 2 Sport mun svo sýna fyrsta leik Rams í Los Angeles síðan 1994 er það spilar í hinum sögufræga LA Coliseum-leikvangi gegn Seattle Seahawks sunnudaginn 18. september. Nýtt tímabil hefst í NFL-deildinni á fimmtudagskvöld en þá mætast í opnunarleiknum sömu lið og mættust í Super Bowl í upphafi ársins - Denver Broncos og Carolina Panthers. Ein stór breyting er þó á liði Denver enda lagði leikstjórnandinn Peyton Manning skóna á hilluna eftir sigurinn í Super Bowl í febrúar. Stöð 2 Sport mun eins og á síðasta tímabili sýna einn leik hvert sunnudagskvöld. Það verða ávallt leikir sem byrja á milli 20 og 20.30. Allir leikir úrslitakeppninnar verða svo sýndir en hún hefst í janúar.Dagskrá Hard Knocks: Þriðjudagur 6. sept kl. 21.10: Þáttur 1 Miðvikudagur 7. sept kl. 21.20: Þáttur 2 Fimmtudagur 8. sept kl. 20.50: Þáttur 3 Föstudagur 9. sept kl. 21.30: Þáttur 4 Mánudagur 12. sept kl. 20.45: Þáttur 5 (Stöð 2 Sport 2)- Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 Sport klukkan 23.30.Leikir á Stöð 2 Sport: Sunnudagur 11. sept kl. 20.20: Dallas Cowboys - NY Giants Sunnudagur 18. sept kl. 20.00: LA Rams - Seattle Seahawks Sunnudagur 25. sept kl. 20.20: Philadelphia Eagles - Pittsburgh Steelers
NFL Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira