Hættu að þrauka 22. ágúst 2016 08:00 Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Vinir hófu að hlaupa fyrir nokkrum árum. Nei, þetta er ekki pistill um hlaup heldur dæmisaga svo óhætt er að lesa áfram. Maðurinn hafði hlaupið í nokkurn tíma og vildi hvetja konuna sína áfram í hennar upphafshlaupum. Hún átti, eðlilega, erfitt með að halda í við hlaupakarlinn og á einhverjum hlaupatúrnum kvartaði hún ítrekað yfir erfiðinu. Sagði hann þá við hana, hættu að þrauka, hlauptu bara! Þessi orð eru mér hugleikin því þau eiga oft við. Ég segi þau stundum við sjálfa mig þegar sjálfsvorkunn yfir einhverju ástandinu þvælist fyrir mér. Nú er ég ekki að tala um stórkostlega erfiðleika, heldur almenna vellíðan. Það að bera ábyrgð á líðan sinni og sinna. Að einblína ekki á þúfurnar heldur landslagið allt. Einnig má heimfæra þetta upp á þingmennskuna. Nú er leikmannaskiptaglugginn opinn. Óvenjustór hópur þingmanna hefur ákveðið að hætta af sjálfsdáðum. Aðrir bíða örlaga sinna í prófkjörum, uppstillingum og kjördæmafundum. Í fjölmiðlum ræða þingmenn hugsjónir sínar. Aðrir hafa látið til leiðast að halda áfram þrátt fyrir mikla erfiðleika á þinginu, hörmulegt starfsumhverfi, lág laun og vondan móral innan þings sem utan. Við þessa þingmenn vil ég segja. Ef þið teljið ykkur neyðast til að taka starfið að ykkur, hættið frekar en að þrauka. Ef þið brennið enn af hugsjónum má vel vera að ég sé til í að ráða ykkur í vinnu. Ekki þrauka – hlaupið bara.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar