Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum