Hrafnhildur: Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 18:05 Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í dag fyrsta konan til að komast í undanúrslit í tveimur greinum á Ólympíuleikum þegar hún synti sig inn í undanúrslitin í 200 metrabringusundi. Hrafnhildur náði tíunda besta tímanum í undanrásunum og þarf því að hækka sig um tvö sæti ætli hún að komast í úrslitasundið aðra nótt. „Þetta var kannski ekki eins hratt og ég vildi en þetta var nóg til þess að komast inn. Ég er ánægð með það þótt að þetta sé tveimur sekúndum frá mínu besta. Ég held að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur eftir sundið. Bestu sundkonunum var dreift í riðlana en það var ljóst eftir hennar riðil, sem var næstsíðasti, að hún var komin í undanúrslitin. „Ég er mjög hissa á öllu á þessum Ólympíuleikum. Það eru stelpur sem eiga miklu betri tíma sem eru ekki að komast í undanúrslit og líka stelpur á eftir mér inn í undanúrslitin sem eiga miklu betri tíma. Þetta er bara sjá hver heldur haus og getur synt eins vel og hún getur," sagði Hrafnhildur. „Ég hugsaði með mér að það eru fjórir riðlar og tveir af þeim komast áfram. Ég var í þriðja riðli með góðum stelpum og svo lengi sem ég var ekki seinust í þeim riðli þá ætti ég að vera góð og inni," sagði Hrafnhildur. „Ég var ekkert að gefa eftir í sundinu en á sama tíma held ég að ég eigi meira inni," sagði Hrafnhildur. „Ég held að ég geti náð betra flæði og að ná að halda straumlínunni sem og að renna betur. Stundum hittir maður á hraðann en stundum ekki. Ég er allavega ennþá með 200 og það er gott," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið er í nótt en það fer fram eftir klukkan tvö að íslenskum tíma. Hvað þarf hún að gera til þess að komast í úrslitin. „Ég þarf bara að synda eins hratt og ég get. Ég ætla að finna út úr því hvað ég get gert betur og reyna að gera það betur. Ég held að ég hafi getað synt miðju hundraðið, aðra og þriðju ferðina, aðeins hraðar," sagði Hrafnhildur. „Ég held samt að þetta hafi verið frekar vel uppsett sund hjá mér. Nú er bara að reyna að koma í bakkann á undan hinum," sagði Hrafnhildur en bætti við: „Það hjálpar alltaf til þegar maður er komin í undanúrslit og er með einhverjar hraðari við hliðina á sér og getur synt með þeim," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira