Suðurnesjaliðin, Keflavík og Grindavík, elta KA eins og skugginn á toppi Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu en þau unnu bæði sína leiki í deildinni í dag.
Grindavík vann 4-1 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli. Gunnar Þorsteinsson og William Daniels komu Grindavík í 2-0 og þannig var staðan í hléi.
Gunnar Þorsteinson skoraði sitt annað mark og þriðja mark Grindavíkur í síðari hálfleik og Almar Daði Jónsson minnkaði muninn. Magnús Björgvinsson kom svo Grindavík í 4-1 í uppbótartíma.
Grindavík er í öðru sætinu með 28 stig, stigi á eftir KA, sem er á toppnum, en Leiknir er í tólfta og neðsta sæti með níu stig.
Keflavík vann 2-1 sigur á Fjarðabyggð á heimavelli. Magnús Þórir Matthíasson og Jóhann Birnir Guðmundsson skoruðu fyrir Keflavík, en Dimitrov Zelkjo minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Fjarðabyggð.
Keflavík er í þriðja sætinu með 25 stig, fjórum stigum á eftir KA sem er á toppnum og þremur stigum á eftir Grindavík sem er í öðru sætinu.
Fjarðabyggð er í níunda sætinu með 14 stig, einu stigi frá fallsæti.
Suðurnesjaliðin elta KA
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

