Algerlega hafið yfir vafa? Skjóðan skrifar 20. júlí 2016 10:00 Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur spurt íslenska ríkið áleitinna spurninga vegna kæru þeirra, sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Al Thani-málinu. Spurningar dómstólsins eru meitlaðar og gefa til kynna að meiri líkur en minni séu til þess að kæra hinna dæmdu verði tekin til efnislegrar meðferðar. MDE er ekki áfrýjunardómstóll. Dómur frá honum breytir ekki dómi landsdómstóls eða fullnustu refsingar. MDE fer yfir málsmeðferð og metur hvort mannréttindi hafi verið brotin á mönnum við rannsókn máls og réttarhöld. Sérstaka athygli vekur að MDE spyr um mögulegt vanhæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara. Eiginkona Árna var varaformaður Fjármálaeftirlitsins, sem kærði Al Thani-málið til lögreglu. Sonur hans var lykilstarfsmaður slitastjórnar Kaupþings sem var talið tjónþoli í málinu og hafði því fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðu málsins. Dóttir Árna var skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, sem setti FME reglur og hafði frumkvæði að lagasetningu um FME auk þess sem hún var stjórnarformaður Tryggingasjóðs innstæðueigenda. Hvernig datt dómaranum í hug að hann væri á einhvern hátt hæfur til að fjalla um og dæma í máli þar sem hans nánustu ættingjar áttu jafn ríkra hagsmuna að gæta? Hvernig hvarflaði það að forseta Hæstaréttar að slíkur dómari þyrfti ekki að víkja sæti? Vanhæfið hreinlega öskrar framan í fólk! Með vanhæfi dómara er ekki verið að ýja að því að hagsmunatengsl þurfi endilega að hafa áhrif á niðurstöðu mála heldur hefur MDE slegið því föstu í málum sem tengjast íslenskum dómstólum að ekki sé nóg að hagsmunatengsl hafi ekki haft áhrif á dómara heldur þurfi að vera algerlega hafið yfir vafa að slík tengsl gætu mögulega haft áhrif. Hæstiréttur ógilti héraðsdóm í Aurum-málinu á þeim forsendum að tengsl eins þriggja dómara, sem dæmdu málið í héraði, við sakborning í öðru máli hefðu valdið vanhæfi hans. Einnig taldi Hæstiréttur það stuðla að vanhæfi dómarans í Aurum-málinu að hann gagnrýndi saksóknara málsins eftir að sýknudómur var fallinn vegna ummæla sem saksóknarinn lét falla eftir þann sýknudóm. Bersýnilega gerir Hæstiréttur meiri kröfur til héraðsdómara í hrunmálum en hæstaréttardómara. Nema málið snúist alfarið um dómsniðurstöðu. Hæstiréttur taldi dómarann sem sýknaði í hrunmáli vanhæfan vegna einhvers sem gerðist eftir að málið var flutt og dæmt en dómari sem hafði misst tvö félög í gjaldþrot vegna viðskipta við Kaupþing var talinn hæfur til að dæma stjórnendur þess banka í héraði, rétt eins og hæstaréttardómarinn fyrrnefndi. Nú hefur MDE krafið ríkið um skýringar á þessu. Því ber að fagna. Ríki sem ekki tryggir öllum þegnum sínum réttláta málsmeðferð er ekki réttarríki.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira