Durant mun ekki bara klæðast nýjum búningi á næsta tímabili heldur er hann kominn með nýtt húðflúr.
Durant lét nefnilega flúra mynd af rapparanum Tupac Shakur á kálfann á sér eins og sjá má hér að neðan.
Körfuboltamenn eru margir hverjir miklir rappaðdáendur og sumir ganga svo langt að merkja sig með sínum uppáhalds röppurum eins og Durant gerði.
Durant er núna með bandaríska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í næsta mánuði.