Rafvæðing Reykjanesskagans og framtíðarásýnd Örn Þorvaldsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Þann 27. apríl sl. svaraði Landsnet (LN) grein minni, sem birtist í Fréttablaðinu þ. 21. apríl. Umræðan snýst um val á milli 220kV loftlínu eða jarðstrengs (132 eða 220kV), hver hin raunverulega þörf sé fyrir aukinn raforkuflutning til Reykjanesskagans. Fullyrðingar Landsnets LN fullyrðir að Suðurnesjalína-1 (SN1) 132kV sé fulllestuð, og að þörf sé á varalínu Suðurnesjalínu-2 (SN2) 220kV. Svar undirritaðs Í dag er Suðurnesjalína-1 hálflestuð. Með tilkomu væntanlegrar stóriðju í Helguvík 2018 mun álag á Suðurnesjalínu-1 verða 0-10 MW, það minnsta í 25 ár. Suðurnesjalína-2 sem 220KV lína er því óþörf! Sem dæmi: Höfuðborgarsvæðið tekur 270MW og er rekið á 132kV spennu – Reykjanesið tekur 40MW og eftir komu Torsil og United Silikon mun það, taka 150MW og gæti því einnig verið rekið á 132kV. Stækkun raforkukerfisins á Reykjanesi, með 132kV jarðstrengjum, samkvæmt valkostum 1-2 hér að neðan, eru nauðsynleg strax. Valkostur 3 (einnig 132kV jarðstrengur) væri raunhæfur eftir 20 ár, en komi fyrirtækin Torsil og United Silikon í Helguvík, verður hans ekki þörf fyrr en eftir 40-50 ár. Nýtanleg orka á Reykjanesi Svæðið milli Svartsengis og Reykjanesvirkjunar er eitt gufuorkukerfi – viðhaldsgufu vantar í Svartsengi, og ekki er til næg gufa fyrir þriðju vélina í Reykjanesvirkjun (sjá grein Gunnlaugs H. Jónssonar í Vísi 13. ágúst 2015 „Rammaáætlun út af sporinu“). Valkostir 1-3 Í valkostum 1-3 er gert ráð fyrir að raforkukerfi Reykjaness verði áfram 132kV, og raforkan verði flutt um jarðstrengi. Núverandi línur Landsnets á Reykjanesi (bláar), áætlaðar línur (grænar) og jarðstrengir sem lagðir eru til í valkostum 1-3 (dökkrauðir). Tengivirki á myndinni eru Fitjar (FIT), Hamranes (HAM), Rauðimelur (RAU), Stakkur (STA), Reykjanesvirkjun (REY) og Svartsengisvirkjun (SVA). Valkostur 1: Að tvöfalda jarðstreng 132kV milli Fitja og Stakks, 8,5 km og leggja annan milli Rauðamels og Fitja, 5,5 km. Þetta ætti að gera árið 2017. Kostnaður yrði um 700 milljónir, og flokkast undir eðlilega stækkun kerfisins! Valkostur 2: Að stækka jarðstrengstengingu Suðurnesjalínu-1 við Hamranes svo hún geti flutt það sama og línan (SN1), þ.e.a.s. 200 MW, og lengja jarðstrenginn jafnframt í u.þ.b. 5 km, vestur fyrir byggð í Hafnarfirði. Í dag eru flutt rúmlega 100MW eftir Suðurnesjalínu-1 til HAM. Með aukinni raforkunotkun á Reykjanesi verður öll raforkuframleiðsla á svæðinu nýtt í Reykjanesbæ, og flutningur um Suðurnesjalínu-1 verður aðeins um 10 MW frá HAM til FIT. Jarðstrengsstækkunina er hægt að gera með línuna í rekstri, og ætti að gera á árinu 2019, þegar álagið orðið lítið. Snjalllausnir, aukið eftirlit og reglulegt viðhald dregur úr þörf fyrir nýbyggingar. Kostnaður yrði um 250 milljónir, og flokkast undir nauðsynlegt viðhald! Valkostur 3: Að leggja SN2 sem 132kV jarðstreng með 180 MW flutningsgetu, meðfram núverandi línuvegi SN1, og með Stapafellsvegi til RAU. Lengd hans yrði 28 km. Miðað við fyrirsjáanlega þróun raforkukerfisins á Reykjanesi, verður engin þörf fyrir nýja línu (SN2) næstu 40-50 árin. Þá yrði ljósara, hvort leggja ætti hana til RAU eða FIT. Að leggja SN2 sem jarðstreng hefði marga kosti, þar á meðal betri endingu, því að hún yrði rekin á litlu álagi. Kostnaður við SN2 yrði u.þ.b. 1,25 milljarðar, og flokkast undir óþarfa sóun yrði það gert í dag! Fyrirætluð stækkun LN: Suðurnesjalína-2, 220kV og stækkun alls kerfisins í 220kV. Heildarkostnaður um 3 milljarðar. LN áætlar að reka SN2 á 132kV í fyrstu, sem gæti orðið út líftíma hennar, þ.e. 70 ár! Framkvæmdin er fráleit! Hér hefur verið lýst tveim kostum við rafvæðingu Suðurnesja, þ.e. 132kV jarðstrengjum (valkostir 1-3) eða 220kV háspennulínu (fyrirætlun LN). Kostnaðurinn er gjörólíkur. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum 1-3 yrði u.þ.b. tveir milljarðar króna, samanborið við fyrirætlun LN! Nýr hæstaréttardómur átelur að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir, s.s. jarðstrengur, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins á Reykjanesi og ber því að mínu áliti að skoða framlagða valkosti 1-3! Auk fjárhagslegra og skipulagslegra raka gegn Suðurnesjalínu-2, 220kV, fæli hún í sér gífurleg náttúruspjöll á Reykjanesskaganum, eyðileggingu sem er með öllu ónauðsynleg og yrði ekki aftur tekin á þessari öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 27. apríl sl. svaraði Landsnet (LN) grein minni, sem birtist í Fréttablaðinu þ. 21. apríl. Umræðan snýst um val á milli 220kV loftlínu eða jarðstrengs (132 eða 220kV), hver hin raunverulega þörf sé fyrir aukinn raforkuflutning til Reykjanesskagans. Fullyrðingar Landsnets LN fullyrðir að Suðurnesjalína-1 (SN1) 132kV sé fulllestuð, og að þörf sé á varalínu Suðurnesjalínu-2 (SN2) 220kV. Svar undirritaðs Í dag er Suðurnesjalína-1 hálflestuð. Með tilkomu væntanlegrar stóriðju í Helguvík 2018 mun álag á Suðurnesjalínu-1 verða 0-10 MW, það minnsta í 25 ár. Suðurnesjalína-2 sem 220KV lína er því óþörf! Sem dæmi: Höfuðborgarsvæðið tekur 270MW og er rekið á 132kV spennu – Reykjanesið tekur 40MW og eftir komu Torsil og United Silikon mun það, taka 150MW og gæti því einnig verið rekið á 132kV. Stækkun raforkukerfisins á Reykjanesi, með 132kV jarðstrengjum, samkvæmt valkostum 1-2 hér að neðan, eru nauðsynleg strax. Valkostur 3 (einnig 132kV jarðstrengur) væri raunhæfur eftir 20 ár, en komi fyrirtækin Torsil og United Silikon í Helguvík, verður hans ekki þörf fyrr en eftir 40-50 ár. Nýtanleg orka á Reykjanesi Svæðið milli Svartsengis og Reykjanesvirkjunar er eitt gufuorkukerfi – viðhaldsgufu vantar í Svartsengi, og ekki er til næg gufa fyrir þriðju vélina í Reykjanesvirkjun (sjá grein Gunnlaugs H. Jónssonar í Vísi 13. ágúst 2015 „Rammaáætlun út af sporinu“). Valkostir 1-3 Í valkostum 1-3 er gert ráð fyrir að raforkukerfi Reykjaness verði áfram 132kV, og raforkan verði flutt um jarðstrengi. Núverandi línur Landsnets á Reykjanesi (bláar), áætlaðar línur (grænar) og jarðstrengir sem lagðir eru til í valkostum 1-3 (dökkrauðir). Tengivirki á myndinni eru Fitjar (FIT), Hamranes (HAM), Rauðimelur (RAU), Stakkur (STA), Reykjanesvirkjun (REY) og Svartsengisvirkjun (SVA). Valkostur 1: Að tvöfalda jarðstreng 132kV milli Fitja og Stakks, 8,5 km og leggja annan milli Rauðamels og Fitja, 5,5 km. Þetta ætti að gera árið 2017. Kostnaður yrði um 700 milljónir, og flokkast undir eðlilega stækkun kerfisins! Valkostur 2: Að stækka jarðstrengstengingu Suðurnesjalínu-1 við Hamranes svo hún geti flutt það sama og línan (SN1), þ.e.a.s. 200 MW, og lengja jarðstrenginn jafnframt í u.þ.b. 5 km, vestur fyrir byggð í Hafnarfirði. Í dag eru flutt rúmlega 100MW eftir Suðurnesjalínu-1 til HAM. Með aukinni raforkunotkun á Reykjanesi verður öll raforkuframleiðsla á svæðinu nýtt í Reykjanesbæ, og flutningur um Suðurnesjalínu-1 verður aðeins um 10 MW frá HAM til FIT. Jarðstrengsstækkunina er hægt að gera með línuna í rekstri, og ætti að gera á árinu 2019, þegar álagið orðið lítið. Snjalllausnir, aukið eftirlit og reglulegt viðhald dregur úr þörf fyrir nýbyggingar. Kostnaður yrði um 250 milljónir, og flokkast undir nauðsynlegt viðhald! Valkostur 3: Að leggja SN2 sem 132kV jarðstreng með 180 MW flutningsgetu, meðfram núverandi línuvegi SN1, og með Stapafellsvegi til RAU. Lengd hans yrði 28 km. Miðað við fyrirsjáanlega þróun raforkukerfisins á Reykjanesi, verður engin þörf fyrir nýja línu (SN2) næstu 40-50 árin. Þá yrði ljósara, hvort leggja ætti hana til RAU eða FIT. Að leggja SN2 sem jarðstreng hefði marga kosti, þar á meðal betri endingu, því að hún yrði rekin á litlu álagi. Kostnaður við SN2 yrði u.þ.b. 1,25 milljarðar, og flokkast undir óþarfa sóun yrði það gert í dag! Fyrirætluð stækkun LN: Suðurnesjalína-2, 220kV og stækkun alls kerfisins í 220kV. Heildarkostnaður um 3 milljarðar. LN áætlar að reka SN2 á 132kV í fyrstu, sem gæti orðið út líftíma hennar, þ.e. 70 ár! Framkvæmdin er fráleit! Hér hefur verið lýst tveim kostum við rafvæðingu Suðurnesja, þ.e. 132kV jarðstrengjum (valkostir 1-3) eða 220kV háspennulínu (fyrirætlun LN). Kostnaðurinn er gjörólíkur. Fjárhagslegur sparnaður samkvæmt valkostum 1-3 yrði u.þ.b. tveir milljarðar króna, samanborið við fyrirætlun LN! Nýr hæstaréttardómur átelur að ekki hafi verið nægilega skoðaðir allir valkostir, s.s. jarðstrengur, varðandi fullnægjandi rekstur raforkukerfisins á Reykjanesi og ber því að mínu áliti að skoða framlagða valkosti 1-3! Auk fjárhagslegra og skipulagslegra raka gegn Suðurnesjalínu-2, 220kV, fæli hún í sér gífurleg náttúruspjöll á Reykjanesskaganum, eyðileggingu sem er með öllu ónauðsynleg og yrði ekki aftur tekin á þessari öld.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun