Lífið

Obama rifjaði upp ferilinn yfir kynþokkafullu undirspili

Birgir Olgeirsson skrifar
Hefð hefur skapast fyrir þessu uppátæki Obama í þætti Jimmy Fallon.
Hefð hefur skapast fyrir þessu uppátæki Obama í þætti Jimmy Fallon. Vísir/YouTube
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mætti í spjallþátt Jimmy Fallon í gærkvöldi þar sem hann las fréttir líðandi stundar undir kynþokkafullu undirspili hljómsveitarinnar The Roots

Þetta er hefð sem Jimmy Fallon hóf í þætti sínum fyrir fjórum árum en í þetta skiptið fór Obama yfir átta ára feril sinn í stóli forseta Bandaríkjanna, nú þegar hann á átta mánuði eftir í embættinu.

Obama tók fram að þegar hann tók við sem forseti hafi Bandaríkin verið í mikilli efnahagslægð en síðan þá er búið að skapa fjórtán milljónir nýrra starfa og hlutfall atvinnulausra nú undir fimm prósentum.

Hann minntist einnig á árangur sinnar í stjórnar er varðar loftlagsmál, hjónabönd samkynhneigðra og  heilbrigðisþjónustu á viðráðanlegu verði.

„Í stuttu máli, þá eru gróðurhúsaáhrifin raunveruleg, heilbrigðisþjónustan er á viðráðanlegu veðri og ást er ást,“ sagði Obama.

Þá skaut hann á Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, þar sem Obama sagði „Orange is not the new black“ og átti þar við Trump.

Hann sagði sum forsetaefni hafa gagnrýnt utanríkisstefnu sína en vildi ekki nefna nein nöfn. „Hann er að tala um Donald Trump,“ sagði söngvari The Roots.

Hægt er að horfa á þetta innslag hér fyrir neðan: 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×