Game of Thrones: Öll sund lokuð Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2016 14:00 Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones og mögulega framvindu. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! „Stúlka er Arya Stark og ég er á leiðinni heim!“ Kominn tími til. Arya Stark hefur ekki fengið að njóta sín undanfarnar þáttaraðir þar sem hún hefur verið föst í Bravos. Þá er Deanerys komin aftur til Mereen og útlit fyrir að drekarnir láti loksins til sína taka. Þetta var þó í raun þriðji þátturinn í röð sem er í rólegri kantinum. Þó fengum við að sjá Hafþór sem fjallið og Sandor Clegane í hasar, þó ekki gegn hvorum öðrum eins og margir bíða eftir. Líkurnar á Cleganebowl virðast verða minni og minni. Það fór lítið fyrir einu atriði sem gæti verið verulega afdrifaríkt og mig langar að fjalla aðeins um það, ásamt öðru.Áður en við byrjum á því langar mig að benda á að persónan sem fékk rómantíska leiðbeiningu í síðasta þætti var leikin af Game of Thrones eftirhermunni Steve Love. Hann hefur gert garðinn frægan sem eftirherma á Youtube og meðal annars einnig í þættinum hjá Jimmy Kimmel.Cersei Lannister er í miklum vandræðum. Hún er nánast vinalaus í Kings Landing og búið er að ákveða hvenær réttað verður yfir henni og Loras Tyrell. Það sem verra er, er að Tommen konungur, sonur Cersei, ákvað að svokallað trial by combat væri bannað. Það er að ákærðu velji sér bardagamann til að berjast fyrir sína hönd. Cersei taldi sig nokkuð örugga með Fjallið sem sinn bardagamann en það eru nú litlar líkur á að svo verði. Þá er spurning hvað Cersei gerir þegar bróðir hennar Jamie er langt í burtu með allan her Lannister ættarinnar. Cersei ræddi við eina vin sinn, hinn varhugaverða Qyburn, um ákveðinn orðróm. Hann sagðist hafa komist að því að um mun meira en orðróm væri að ræða.Um hvað voru þau að ræða? Eitt þykir líklegra en allt annað. Það er Wildfire og ef svo er þá eru íbúar Kings Landing mögulega í miklum vandræðum. Undir lok uppreisnar Robert Baratheon og Eddard Stark fyrirskipaði konungurin Aerys Targaryen, hinn óði, að útsendarar hans ættu að koma fyrir umfangsmiklum birgðum af Wildfire undir borginni. Hann ætlaði að brenna alla borgina og fórna íbúum hennar til að breyta sér í dreka.Sjá einnig: Gömul andlit sneru aftur Jamie Lannister ákvað hins vegar að hunsa skyldur sínar sem lífvörður konungsins og drepa Aerys og alla þá sem vissu um birgðirnar af Wildfire sem búið var að koma fyrir undir borginni. Fyrr í þessari þáttaröð sá Bran sýn þar sem sjá mátti Wildfire springa neðanjarðar.Mögulega er Cersei einfaldlega búin að gefast upp. Tvö af þremur börnum hennar hafa verið myrt. Þriðji sonur hennar talar ekki við hana og virðist ætla sér að fórna henni til trúarinnar. Faðir hennar er dáinn og Jamie langt í burtu. Fyrir Cersei eru öll sund lokuð. Hún gæti í rauninni gert út af við stóran hluta óvina sinna með því að sprengja Kings Landing í loft upp. Þar að auki er hún án efa ekki sátt við almenna íbúa borgarinnar eftir að þeir köstuðu skít í hana þegar hún var neydd til að ganga nakin um götur borgarinnar.Flott stígvél Jóhannes Haukur brá aftur fyrir í síðasta þætti. Hann var ekki lengi á skjám áhorfenda áður en hann var drepinn. Í því atriði var þó önnur kenning áhorfenda útilokuð. Það er endurkoma Lady Stoneheart, eða Catelyn Stark. Hún snýr nefnilega aftur frá dauðum í bókunum, eins og svo margir aðrir. Eftir að hún er skorin á háls af syni Walder Frey er líki hennar kastað í ána. Þremur dögum seinna finnur enginn annar en áðurnefndur Beric Dondarrion hana og reynir hann að fá rauða prestinnThoros of Myr til að lífga hana við, eins og hann hafði nokkrum sinnum gert við Dondarrion, en hann neitaði og sagði hana of illa farna. Þess í stað fórnar Dondarrion lífi sínu til að fylla Catelyn aftur af lífi. Hún er þó ekki lengur Catelyn Stark og tekur upp nafnið Lady Stoneheart. Sandor Clegane hitti þó Beric Dondarion sem var kominn langleiðina með að hengja Jóhannes og félaga. Sé Beric á lífi, eru litlar líkur á að Lady Stoneheart láti sjá sig.Jóhannes fékk eins og áður segir, ekki að vera lengi á mynd og sagði hann einungis hálfa setningu í þessum þætti. Hann hefði mögulega sagt heila setningu ef Sandor Clegane hefði ekki verið svona dónalegur.Persónan sem Jóhannes lék var þó með nokkuð stærra hlutverk í bókunum og til þess að gera vel við áhorfendur las Jóhannes upp línu sem Lem Lemoncloak segir í bókunum. Hann birti það svo á Twitter og virðist sem að aðdáendur hafi tekið því gífurlega vel.Fine! As promised here's Lem's great line from A Storm of Swords we didn't get in the show. #GoT #Lemoncloakpic.twitter.com/VAyRpzAstB— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 13, 2016 Eitt hliðarspor í lokin. Hve pirrandi var það að Hafþór skildi ekki taka í lurginn á þeim öllum? Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Byrjum á því að vara við Höskuldum. Hér að neðan verður farið yfir atriði úr síðasta þætti Game of Thrones og mögulega framvindu. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu að hætta hér. Annars kemur Höskuldur og segir þér hvað gerist! „Stúlka er Arya Stark og ég er á leiðinni heim!“ Kominn tími til. Arya Stark hefur ekki fengið að njóta sín undanfarnar þáttaraðir þar sem hún hefur verið föst í Bravos. Þá er Deanerys komin aftur til Mereen og útlit fyrir að drekarnir láti loksins til sína taka. Þetta var þó í raun þriðji þátturinn í röð sem er í rólegri kantinum. Þó fengum við að sjá Hafþór sem fjallið og Sandor Clegane í hasar, þó ekki gegn hvorum öðrum eins og margir bíða eftir. Líkurnar á Cleganebowl virðast verða minni og minni. Það fór lítið fyrir einu atriði sem gæti verið verulega afdrifaríkt og mig langar að fjalla aðeins um það, ásamt öðru.Áður en við byrjum á því langar mig að benda á að persónan sem fékk rómantíska leiðbeiningu í síðasta þætti var leikin af Game of Thrones eftirhermunni Steve Love. Hann hefur gert garðinn frægan sem eftirherma á Youtube og meðal annars einnig í þættinum hjá Jimmy Kimmel.Cersei Lannister er í miklum vandræðum. Hún er nánast vinalaus í Kings Landing og búið er að ákveða hvenær réttað verður yfir henni og Loras Tyrell. Það sem verra er, er að Tommen konungur, sonur Cersei, ákvað að svokallað trial by combat væri bannað. Það er að ákærðu velji sér bardagamann til að berjast fyrir sína hönd. Cersei taldi sig nokkuð örugga með Fjallið sem sinn bardagamann en það eru nú litlar líkur á að svo verði. Þá er spurning hvað Cersei gerir þegar bróðir hennar Jamie er langt í burtu með allan her Lannister ættarinnar. Cersei ræddi við eina vin sinn, hinn varhugaverða Qyburn, um ákveðinn orðróm. Hann sagðist hafa komist að því að um mun meira en orðróm væri að ræða.Um hvað voru þau að ræða? Eitt þykir líklegra en allt annað. Það er Wildfire og ef svo er þá eru íbúar Kings Landing mögulega í miklum vandræðum. Undir lok uppreisnar Robert Baratheon og Eddard Stark fyrirskipaði konungurin Aerys Targaryen, hinn óði, að útsendarar hans ættu að koma fyrir umfangsmiklum birgðum af Wildfire undir borginni. Hann ætlaði að brenna alla borgina og fórna íbúum hennar til að breyta sér í dreka.Sjá einnig: Gömul andlit sneru aftur Jamie Lannister ákvað hins vegar að hunsa skyldur sínar sem lífvörður konungsins og drepa Aerys og alla þá sem vissu um birgðirnar af Wildfire sem búið var að koma fyrir undir borginni. Fyrr í þessari þáttaröð sá Bran sýn þar sem sjá mátti Wildfire springa neðanjarðar.Mögulega er Cersei einfaldlega búin að gefast upp. Tvö af þremur börnum hennar hafa verið myrt. Þriðji sonur hennar talar ekki við hana og virðist ætla sér að fórna henni til trúarinnar. Faðir hennar er dáinn og Jamie langt í burtu. Fyrir Cersei eru öll sund lokuð. Hún gæti í rauninni gert út af við stóran hluta óvina sinna með því að sprengja Kings Landing í loft upp. Þar að auki er hún án efa ekki sátt við almenna íbúa borgarinnar eftir að þeir köstuðu skít í hana þegar hún var neydd til að ganga nakin um götur borgarinnar.Flott stígvél Jóhannes Haukur brá aftur fyrir í síðasta þætti. Hann var ekki lengi á skjám áhorfenda áður en hann var drepinn. Í því atriði var þó önnur kenning áhorfenda útilokuð. Það er endurkoma Lady Stoneheart, eða Catelyn Stark. Hún snýr nefnilega aftur frá dauðum í bókunum, eins og svo margir aðrir. Eftir að hún er skorin á háls af syni Walder Frey er líki hennar kastað í ána. Þremur dögum seinna finnur enginn annar en áðurnefndur Beric Dondarrion hana og reynir hann að fá rauða prestinnThoros of Myr til að lífga hana við, eins og hann hafði nokkrum sinnum gert við Dondarrion, en hann neitaði og sagði hana of illa farna. Þess í stað fórnar Dondarrion lífi sínu til að fylla Catelyn aftur af lífi. Hún er þó ekki lengur Catelyn Stark og tekur upp nafnið Lady Stoneheart. Sandor Clegane hitti þó Beric Dondarion sem var kominn langleiðina með að hengja Jóhannes og félaga. Sé Beric á lífi, eru litlar líkur á að Lady Stoneheart láti sjá sig.Jóhannes fékk eins og áður segir, ekki að vera lengi á mynd og sagði hann einungis hálfa setningu í þessum þætti. Hann hefði mögulega sagt heila setningu ef Sandor Clegane hefði ekki verið svona dónalegur.Persónan sem Jóhannes lék var þó með nokkuð stærra hlutverk í bókunum og til þess að gera vel við áhorfendur las Jóhannes upp línu sem Lem Lemoncloak segir í bókunum. Hann birti það svo á Twitter og virðist sem að aðdáendur hafi tekið því gífurlega vel.Fine! As promised here's Lem's great line from A Storm of Swords we didn't get in the show. #GoT #Lemoncloakpic.twitter.com/VAyRpzAstB— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) June 13, 2016 Eitt hliðarspor í lokin. Hve pirrandi var það að Hafþór skildi ekki taka í lurginn á þeim öllum?
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15 Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30 Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Er von á fleiri gömlum andlitum? Farið yfir helstu vendingar síðasta þáttar, kenningar og mögulega framvindu. 8. júní 2016 09:15
Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks Leikarinn íslenski skaut upp kollinum í þættinum sem frumsýndur var í nótt. 6. júní 2016 11:30
Game of Thrones: Hvað stóð í bréfinu og hver fékk það? Farið yfir atriði úr síðasta þætti og hvað gæti gerst í þeim næstu. 9. júní 2016 11:15
Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30
Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15