Game of Thrones: Gömul andlit sneru aftur Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2016 13:45 Mynd/HBO Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og þá sérstaklega í síðasta þætti, númer sex, og A Song of Ice and Fire bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér. Síðasti séns. Ekki viljum við valda uppnámi. Það var nú ekkert allt of mikið sem gerðist í síðasta þætti Game of Thrones, Blood of my blood. Hann var í rólegri kantinum, en nokkrir karakterar sem ekki höfðu sést í minnst tvö og hálft ár sneru aftur, mis-dauðir, og miklar breytingar áttu sér stað hjá krúnunni í Kings Landing. Þá virðist Daenerys vera komin með stjórn á Drogon og er (vonandi sem fyrst) á leiðinni til Westeros. Hún fékk að halda þessa fínu ræðu á baki dreka. Auk þess virðist Arya hafa áttað sig á því að hún væri sátt við það andlit sem hún væri með og hefur snúið baki við guði hinna mörgu andlita og morðingjum hans. En byrjum á því að Bran hafi reynt að ná tökum á sýnum sínum (Wordplay!).Á vef Vanity Fair er haft eftir David Benioff, eins framleiðenda þáttanna, að Bran hafi fengið smá upplýsingar um tilgang sinn í þessum sýnum. Flest allt höfðum við séð áður, en það var sérstaklega eitt sem áhorfendur höfðu ekki fengið að sjá áður. Það er Aerys „The Mad King“ Targaryen, þegar Jamie „Kingslayer“ Lannister myrti hann. Jamie hefur um árabil verið fyrirlitinn fyrir að svíkja eið sinn og myrða konung sinn undir lok byltingar Robert Baratheon og Ned Stark. Tywin Lannister hafði gert árás á Kings Landing og konungurinn hafði skipað Jamie að drepa Tywin. Líklega er þó bara einn einstaklingur, auk Jamie, sem veit í rauninni hvað gerðist í rauninni. Jamie Lannister sagði Brienne þá sögu í þriðju þáttaröð. Þá sagði Jamie frá því að hann hefði varað konunginn við því að hleypa Tywin inn í Kings Landing og að gefast upp með friðsömum hætti. Þess í stað hafi konungurinn ákveðið að brenna Kings Landing. Aerys hafði látið koma fyrir miklum birgðum af efninu Wildfire undir öllum hverfum borgarinnar.Fordæmdur fyrir að bjarga fjölda lífa Konungurinn ætlaði sér að brenna Kings Landing og alla íbúa hennar. Aerys trúði því að hann myndi ekki deyja í eldinum, heldur myndi hann breytast í dreka og gjörsigra óvini sína. (Það er svo sem ekkert ólíklegt að hann myndi ekki brenna þar sem Daenerys gerði það ekki.) Áður en eldurinn var kveiktur drap Jaime, sem var meðlimur Kingsguard allt þar til í gær, konunginn sinn og aðstoðarmann hans. Þegar Ned Stark gekk inn í konungshöllina sat Jamie í hásætinu yfir líki konungsins. Á næstu dögum sem fylgdu elti Jamie uppi tvo aðra menn sem vissu af þeirri áætlun að brenna borgina og drap þá einnig. Jamie bjargaði fjölda mannslífa, en var fyrirlitinn fyrir vikið. Bran virðist nú búa yfir þessum upplýsingum, þó hann hafi ekki náð stjórn á þeim, og er spurning hvort það muni breyta því hvaða hug hann ber til Jamie. Sérstaklega þar sem það var Jamie sem kastaði barnungum Bran út um glugga í háum turni svo hann lamaðist. Nú hefur Jamie verið gerður brottrækur úr Kings Landing og er á leiðinni norður til Riverrun. Mögulega gæti hann rekist á Brienne þar og jafnvel einhverja meðlimi Stark fjölskyldunnar.Bran sá einnig Daenerys þegar drekarnir hennar fæddust við lok fyrstu þáttaraðar, Drogon á flugi og svo skugga dreka á flugi yfir Kings Landing. Allt eru þetta senur sem hafa sést áður. Bran sá til dæmis dreka á flugi yfir Kings Landing í fjórðu þáttaröð. Hann fékk þar að auki að sjá dauða föður síns (Ned), móður (Catelyn) og bróður (Robb). Þar að auki sér hann ungan Ned spyrja: „Hvar er systir mín?“ Þar er um að ræða atriði sem sýnt var fyrr í þessari þáttaröð, þar sem Ned þurfti að berjast við tvo meðlimi Kings Guard til að bjarga systur sinni. Lesendur bókanna hafa reynt að beðið eftir upplýsingum um hvað gerist þar um árabil, þar sem svör við leyndardóminum um uppruna Jon Snow virðast leynast í þessum turni.Sjá einnig: Spádómar og aðrir viskumolar Í sýn Bran sjást einnig hendur útataðar í blóði. Einhverjir telja að þarna sé um hendur ungs Ned að ræða og að hann hafi komið að systur sinni þar sem hún lá í blóði sinu í turninum.Walder Frey.Mynd/HBOGömul andlit Í síðasta þætti voru gamlir karakterar kynnti aftur til leiks sem höfðu jafnvel ekki sést frá því í fyrstu þáttaröð. Þeirra á meðal voru þeir Walder Frey, synir hans tveir og Edmure Tully. Walder Frey komst að því að synir hans hefðu tapað Riverrun kastalanum þegar Brynden Tully, eða The Blackfish, réðst á hann. Aðrar ættir sem höfðu risið upp gegn Frey ættinni voru nefndar og Walder Frey skipaði sonum sínum að ná kastalanum aftur. Til þess myndu þeir nota Edmure Tully, sem hefur verið í haldi Frey frá Rauða brúðkaupinu. Jamie er á leið til Riverrun með her Lannister ættarinnar. Brienne er á leiðinni þangað og Frey synirnir tveir. Svo virðist sem að eitthvað mikið muni gerast þar í næstu þáttum. Annað gamalt andlit sást í þættinum og hafði það ekki sést frá því í fyrstu þáttaröð. Það var Benjen Stark, bróðir Ned. Hann kom Meeru og Bran til bjargar þegar hinir ódauðu virtust ætla að ná að elta þau uppi. Benjen var meðlimur í Night's Watch og týndist í fyrstu þáttaröðinni. Hann hafði farið með tveimur öðrum mönnum norður fyrir vegginn en hinir mennirnir tveir fundust látnir. Þeir vöknuðu svo aftur til lífsins og reyndi annar þeirra að drepa drepa Jeor Mormont, sem þá stjórnaði Night's Watch. Nú er Benjen snúinn aftur og hefur hann látið á sjá.Benjen segir Bran og Meeru frá því að hann hafi verið stunginn til bana af White Walker en að Börnin hafi komið honum til bjargar. Þau hafi komið í veg fyrir að Benjen hafi gengið til liðs við her WW. Þriggja auga hrafninn hafði samband við Benjen þegar Næturkonungurinn uppgötvaði hvar þau voru. Frændi Bran tilkynndi honum að á endanum myndi konungurinn vondi finna sér leið til heims mannanna og þá þyrfti Bran að vera þar til að mæta honum. Ljóst er að Benjen ætlar með Bran suður fyrir vegginn.Fyrir tveimur vikum var farið yfir það hvernig það gæti gert hinum ódauðu mögulegt að komast í gegnum vegginn. Benjen virðist hafa verið settur í hlutverk karakters úr bókunum sem hét Coldhands. Hann var einnig ódauður maður sem virtist halda vilja sínum og minningum. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að Coldhands og Benjen væru sami einstaklingurinn, en GRRM hefur margsinnis þvertekið fyrir það. Það er skiljanlegt að framleiðendur þáttanna vilji ekki kynna marga nýja karaktera til leiks og hafi þess í stað ákveðið að notast við gamlan. Það er ekki mikil vöntun á nýjum karakterum í Game of Thrones. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Klárum það sem klára þarf. Hér að neðan verður rifjað upp ýmislegt sem gerst hefur í Game of Thrones þáttunum og þá sérstaklega í síðasta þætti, númer sex, og A Song of Ice and Fire bókunum. Þeir sem ekki vilja vita meira ættu að láta staðar numið hér. Síðasti séns. Ekki viljum við valda uppnámi. Það var nú ekkert allt of mikið sem gerðist í síðasta þætti Game of Thrones, Blood of my blood. Hann var í rólegri kantinum, en nokkrir karakterar sem ekki höfðu sést í minnst tvö og hálft ár sneru aftur, mis-dauðir, og miklar breytingar áttu sér stað hjá krúnunni í Kings Landing. Þá virðist Daenerys vera komin með stjórn á Drogon og er (vonandi sem fyrst) á leiðinni til Westeros. Hún fékk að halda þessa fínu ræðu á baki dreka. Auk þess virðist Arya hafa áttað sig á því að hún væri sátt við það andlit sem hún væri með og hefur snúið baki við guði hinna mörgu andlita og morðingjum hans. En byrjum á því að Bran hafi reynt að ná tökum á sýnum sínum (Wordplay!).Á vef Vanity Fair er haft eftir David Benioff, eins framleiðenda þáttanna, að Bran hafi fengið smá upplýsingar um tilgang sinn í þessum sýnum. Flest allt höfðum við séð áður, en það var sérstaklega eitt sem áhorfendur höfðu ekki fengið að sjá áður. Það er Aerys „The Mad King“ Targaryen, þegar Jamie „Kingslayer“ Lannister myrti hann. Jamie hefur um árabil verið fyrirlitinn fyrir að svíkja eið sinn og myrða konung sinn undir lok byltingar Robert Baratheon og Ned Stark. Tywin Lannister hafði gert árás á Kings Landing og konungurinn hafði skipað Jamie að drepa Tywin. Líklega er þó bara einn einstaklingur, auk Jamie, sem veit í rauninni hvað gerðist í rauninni. Jamie Lannister sagði Brienne þá sögu í þriðju þáttaröð. Þá sagði Jamie frá því að hann hefði varað konunginn við því að hleypa Tywin inn í Kings Landing og að gefast upp með friðsömum hætti. Þess í stað hafi konungurinn ákveðið að brenna Kings Landing. Aerys hafði látið koma fyrir miklum birgðum af efninu Wildfire undir öllum hverfum borgarinnar.Fordæmdur fyrir að bjarga fjölda lífa Konungurinn ætlaði sér að brenna Kings Landing og alla íbúa hennar. Aerys trúði því að hann myndi ekki deyja í eldinum, heldur myndi hann breytast í dreka og gjörsigra óvini sína. (Það er svo sem ekkert ólíklegt að hann myndi ekki brenna þar sem Daenerys gerði það ekki.) Áður en eldurinn var kveiktur drap Jaime, sem var meðlimur Kingsguard allt þar til í gær, konunginn sinn og aðstoðarmann hans. Þegar Ned Stark gekk inn í konungshöllina sat Jamie í hásætinu yfir líki konungsins. Á næstu dögum sem fylgdu elti Jamie uppi tvo aðra menn sem vissu af þeirri áætlun að brenna borgina og drap þá einnig. Jamie bjargaði fjölda mannslífa, en var fyrirlitinn fyrir vikið. Bran virðist nú búa yfir þessum upplýsingum, þó hann hafi ekki náð stjórn á þeim, og er spurning hvort það muni breyta því hvaða hug hann ber til Jamie. Sérstaklega þar sem það var Jamie sem kastaði barnungum Bran út um glugga í háum turni svo hann lamaðist. Nú hefur Jamie verið gerður brottrækur úr Kings Landing og er á leiðinni norður til Riverrun. Mögulega gæti hann rekist á Brienne þar og jafnvel einhverja meðlimi Stark fjölskyldunnar.Bran sá einnig Daenerys þegar drekarnir hennar fæddust við lok fyrstu þáttaraðar, Drogon á flugi og svo skugga dreka á flugi yfir Kings Landing. Allt eru þetta senur sem hafa sést áður. Bran sá til dæmis dreka á flugi yfir Kings Landing í fjórðu þáttaröð. Hann fékk þar að auki að sjá dauða föður síns (Ned), móður (Catelyn) og bróður (Robb). Þar að auki sér hann ungan Ned spyrja: „Hvar er systir mín?“ Þar er um að ræða atriði sem sýnt var fyrr í þessari þáttaröð, þar sem Ned þurfti að berjast við tvo meðlimi Kings Guard til að bjarga systur sinni. Lesendur bókanna hafa reynt að beðið eftir upplýsingum um hvað gerist þar um árabil, þar sem svör við leyndardóminum um uppruna Jon Snow virðast leynast í þessum turni.Sjá einnig: Spádómar og aðrir viskumolar Í sýn Bran sjást einnig hendur útataðar í blóði. Einhverjir telja að þarna sé um hendur ungs Ned að ræða og að hann hafi komið að systur sinni þar sem hún lá í blóði sinu í turninum.Walder Frey.Mynd/HBOGömul andlit Í síðasta þætti voru gamlir karakterar kynnti aftur til leiks sem höfðu jafnvel ekki sést frá því í fyrstu þáttaröð. Þeirra á meðal voru þeir Walder Frey, synir hans tveir og Edmure Tully. Walder Frey komst að því að synir hans hefðu tapað Riverrun kastalanum þegar Brynden Tully, eða The Blackfish, réðst á hann. Aðrar ættir sem höfðu risið upp gegn Frey ættinni voru nefndar og Walder Frey skipaði sonum sínum að ná kastalanum aftur. Til þess myndu þeir nota Edmure Tully, sem hefur verið í haldi Frey frá Rauða brúðkaupinu. Jamie er á leið til Riverrun með her Lannister ættarinnar. Brienne er á leiðinni þangað og Frey synirnir tveir. Svo virðist sem að eitthvað mikið muni gerast þar í næstu þáttum. Annað gamalt andlit sást í þættinum og hafði það ekki sést frá því í fyrstu þáttaröð. Það var Benjen Stark, bróðir Ned. Hann kom Meeru og Bran til bjargar þegar hinir ódauðu virtust ætla að ná að elta þau uppi. Benjen var meðlimur í Night's Watch og týndist í fyrstu þáttaröðinni. Hann hafði farið með tveimur öðrum mönnum norður fyrir vegginn en hinir mennirnir tveir fundust látnir. Þeir vöknuðu svo aftur til lífsins og reyndi annar þeirra að drepa drepa Jeor Mormont, sem þá stjórnaði Night's Watch. Nú er Benjen snúinn aftur og hefur hann látið á sjá.Benjen segir Bran og Meeru frá því að hann hafi verið stunginn til bana af White Walker en að Börnin hafi komið honum til bjargar. Þau hafi komið í veg fyrir að Benjen hafi gengið til liðs við her WW. Þriggja auga hrafninn hafði samband við Benjen þegar Næturkonungurinn uppgötvaði hvar þau voru. Frændi Bran tilkynndi honum að á endanum myndi konungurinn vondi finna sér leið til heims mannanna og þá þyrfti Bran að vera þar til að mæta honum. Ljóst er að Benjen ætlar með Bran suður fyrir vegginn.Fyrir tveimur vikum var farið yfir það hvernig það gæti gert hinum ódauðu mögulegt að komast í gegnum vegginn. Benjen virðist hafa verið settur í hlutverk karakters úr bókunum sem hét Coldhands. Hann var einnig ódauður maður sem virtist halda vilja sínum og minningum. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að Coldhands og Benjen væru sami einstaklingurinn, en GRRM hefur margsinnis þvertekið fyrir það. Það er skiljanlegt að framleiðendur þáttanna vilji ekki kynna marga nýja karaktera til leiks og hafi þess í stað ákveðið að notast við gamlan. Það er ekki mikil vöntun á nýjum karakterum í Game of Thrones.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00 Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30 Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24 Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30 Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30 Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00 Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Game of Thrones: Uppruni, klúður og dauði Það var margt sem gerðist og kom fram í síðasta þætti Game of Thrones sem sýndur var á sunnudaginn og í gær. 24. maí 2016 13:00
Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Leikari sem nýverið var kynntur aftur til leiks skýtur kenningu áhorfenda á kaf. 11. maí 2016 22:30
Game of Thrones: Framleiðendurnir biðjast afsökunar Telja öruggt að afleiðingar enda síðasta þáttar verði leiðinlegar fyrir áhorfendur. 25. maí 2016 22:24
Game of Thrones: Skriðin út úr skelinni? Farið yfir nokkur atriði úr síðasta þætti Game of Thrones. 27. maí 2016 12:30
Game of Thrones: Fjölmargir stökkva á grínið Jafnt fyrirtæki og einstaklingar reyna jafnvel að græða á atviki síðasta þáttar. 26. maí 2016 14:30
Game of Thrones: Fullur eftirsjár Leikari leggur línurnar fyrir karakter sinn. (Ekki Bronn) 12. maí 2016 21:00
Game of Thrones: Spádómar og aðrir viskumolar Farið yfir helstu spádóma bókanna og þáttanna og hvað þeir gætu þýtt fyrir framvinduna. 18. maí 2016 15:00