Guðni um Morgunblaðið og þorskastríðin: „Öðruvísi mér áður brá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júní 2016 13:08 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan. Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson dósent í sagnfræði og forsetaframbjóðandi ræddi um þorskastríðin á málþingi í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk. Í fyrirlestri sínum ræddi Guðni um sameiginlegar minningar þjóðarinnar um átökin en hann hefur rannsakað þau árum saman og rætt við fjöldann allan af fólki sem meðal annars tók þátt í þeim. Niðurstöður rannsókna Guðna um þorskastríðin eru þær að sagan sem sögð er af þeim sé ýkt saga sigra, einingar og áhrifamáttar. Þær niðurstöður eru ekki í miklu samræmi við þær sameiginlegu minningar sem þjóðin hefur um átökin en í fyrirlestri sínum í dag vitnaði Guðni til dæmis í orð dóttur um móður sína sem man vel eftir þorskastríðunum, en dóttirin sat kúrs hjá Guðna um átökin árið 2013: „En mamma mín, ómenntuð sveitakona með miklar skoðanir og fædd 1941, svo hún man vel eftir þessu. Hún er alveg með það á hreinu að Íslendingar voru að berjast fyrir lífsafkomu sinni og að skipherrarnir á varðskipunum voru þjóðhetjurnar sem unnu stríðið.“ Guðni las þessi orð upp á fyrirlestri sínum í dag, líkt og hann gerði þegar hann hélt fyrirlestur um þorskastríðin, Icesave og ESB í Háskólanum á Bifröst árið 2013. Um þann fyrirlestur var fjallað í Morgunblaðinu í gær, meðal annars í Staksteinum, nafnlausum dálki á síðu 8 í blaðinu en þar eru Guðna eignuð ummælin um ómenntuðu sveitakonunana. „Ég vil árétta það að þarna er dóttir að tala um móður sína og lýsa henni sem andstöðu við unga fólkið sem hefur almennt minni áhuga á þorskastríðunum. Hins vegar þótti Morgunblaðinu sæma að herma þessi ummæli upp á mig,“ sagði Guðni og vísaði í umfjöllun blaðsins frá því í gær. Furðar sig á þögn Morgunblaðsins Þá vakti hann athygli á því að í Morgunblaði dagsins í dag er ekki fjallað um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. „Það er ekki stafkrókur um það í blaðinu í dag. Öðruvísi mér áður brá. Ég tók til dæmis virkan þátt í afmælisriti fyrir 10 árum,“ sagði Guðni sem einnig fjallaði um ummæli sem hann lét falla í sama fyrirlestri á Bifröst um „fávísan lýð“ og Vísir fjallaði um síðastliðinn mánudag. Hann sagði að þessa myndlíkingu hefði hann notað í umfjöllun sinni um þorskastríðin auk myndlíkingar um fræðimenn í fílabeinsturni. „Ég hef notað þá myndlíkingu að annars vegar standi fræðimenn í fílabeinsturni og þá á ég ekki við að þeir séu í turni úr fílabeini, og hins vegar fávís lýður. Þá á ég ekki við heimskt fólk,“ sagði Guðni og bætti við að með þessu ætti hann við að fræðimönnum þyki almenningur stundum tregur til að taka þeirra söguskoðun. Undir lok fyrirlestursins minnti Guðni síðan á að í heildarmyndinni í sögunni væru fínni drættir. „Ég vil að við getum rætt um þroskastríðin málefnalega og heiðarlega án þess að það snúið út úr og orð tekin úr samhengi. Það gerum við best með því að kenna söguna. [...] Vonandi náum við að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan,“ sagði Guðni og bætti við að það gæti síðan farið svo að hann yrði að kenna sögu þorskastríðanna í háskólanum á næsta ári. Fyrirlestur Guðna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Þorskastríðin Landhelgisgæslan Tengdar fréttir „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15 Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Forskot Guðna óhaggað eftir kappræðurnar Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með langmest fylgi frambjóðenda til forseta, 61 prósent segja myndu kjósa hann. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, er annar með 19 prósenta fylgi. 31. maí 2016 01:15
Eitilharðir dásama Davíð á Facebook Reiði ríkir víða vegna framgöngu Davíðs Oddssonar í sjónvarpsþætti í gær en svo eru aðrir sem fagna fagna. 30. maí 2016 11:34