

Á heimili Ólafs Ólafssonar í Reykjanesbæ er líklega að finna eitt stærsta einkasafn landsins af merkjum og fatnaði sem tengjast starfsemi lögreglu, flugi, hersins og ýmissa annarra embættisaðila, bæði íslenskum og erlendum. Þar má meðal annars finna lögregluhúfu frá 1930, smellubindi frá Varnarmálastofnun Íslands, húfumerki yfirmanna Landhelgisgæslunnar frá tímum Þorskastríðsins því og svo mætti lengi telja.
Sigurður Þorkell Árnason, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni er látinn, 95 ára að aldri. Þetta kemur fram á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.
Varðskipinu Tý var siglt úr landi í gær og Ægir verður að öllum líkindum dreginn burt á næstu vikum. Grískur maður keypti skipin í lok júní.
Sögufélag hefur nú gefið út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands.
Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971.
Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna.
Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu.
Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar.
Kvótakerfið hefur flutt frá Vestfjörðum útflutningsverðmæti sem meta má 7,5 milljarða króna árlega. Það jafngildir rúmri milljón króna árlega á hvern íbúa, sem myndi mælast sem um 14% samdráttur í landsframleiðslu.
Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er látinn. Hann lést á Landspítalanum þann 27. október síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvo uppkomna syni og barnabörn.
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel.
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið.
Sigurður Steinar Ketilsson lét af starfi sínu sem skipsherra hjá Landhelgisgæslunni eftir farsælan feril.
Loftslagsbreytingar og auknar vinsældir þjóðernisstefnu víða um heim gæti orðið til þess að átök um yfirráð yfir fiskistofnum, líkt og þorskastríðin milli Íslands og Bretlands á síðustu öld, brjótist út.
Hetja, þjóðareign og goðsögn í lifanda lífi. Þannig er Benóný Ásgrímssyni flugstjóra lýst, en hann lét af störfum hjá Landhelgisgæslunni í dag eftir 50 ára feril. Sjálfur er Benóný þó hógværðin uppmáluð og segir það einfaldlega hluta af starfinu að bjarga mannslífum.
Davíð Oddsson fór háðuglegum orðum um baunabyssur landhelgisgæslunnar.
Guðni Th. Jóhannesson furðar sig á því að ekki sé stafkrókur í Morgunblaði dagsins þar sem þess sé minnst að 40 ár eru liðin frá því að þorskastríðunum lauk.
Fjörutíu ár eru liðin síðan Íslendingar fögnuðu lokasigri í Þorskastríðunum.
Óboðnir gestir höfðu vanið komur sínar um borð í skipið Maríu Júlíu við Ísafjarðarhöfn.
Skoskir togarasjómenn sem misstu vinnu sína í lok þorskastríðsins á áttunda áratug síðustu aldar hafa fengið greiddar sérstakar bætur frá Breskum yfirvöldum upp á eitt þúsund pund eða tvö hundruð þúsund krónur.
Þorskastríðin eru mikilvægur þáttur í sameiginlegu minni Íslendinga. Þau eru sögð lýsandi dæmi um þann dug sem þjóðin geti sýnt þegar að henni er sótt, og sönnun þess að Íslendingar geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi.