Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. ágúst 2022 11:58 Varðskipin Týr og Ægir við höfn við Skarfabakka í morgun. Vísir/Egill Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“ Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, segir ekkert klárt í hendi varðandi framtíð skipanna. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en einn möguleikinn er að breyta skipunum fyrir ferðamannaiðnaðinn. Það er þó mikið sem þarf að gera fyrir skipin og þá sérstaklega Ægi ef hann á að fara í rekstur, en hann hefur ekki siglt í sjö ár,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa miklar taugar til skipanna líkt og allir á hans aldri. „Skipin gegndu auðvitað lykilhlutverki í Þorskastríðunum og þarna er mikil saga. En það er með þetta eins og annað að allt hefur sinn tíma.“ En það er þá líklegast að skipin endi annars staðar en hér á Íslandi? „Það er langlíklegast. Mér finnst það eiginlega blasa við eins og staðan er núna.“ Varðskipið Týr var á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga en það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár.Vísir/Egill Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru skipin seld á 51 milljón króna - sem einhverjum kann að þykja góð kjör á tveimur varðskipum. Til samanburðar kostaði Freyja, nýjasta varðskip Landhelgisgæslunnar um 1,7 milljarð króna. Þrátt fyrir að vera komin til ára sinna var varðskipið Týr á sínum tíma dýrasta og fullkomnasta skip Íslendinga er það kom fyrst til Reykjavíkur árið 1975. Ægir er enn eldra en það var smíðað í Danmörku árið 1968 og kom til landsins sama ár. Sérstök kveðjuathöfn fór fram um borð í skipunum í gær að lokinni undirritun þar sem fyrrverandi skipverjar varðskipanna drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð. „Þessi skip hafa reynst Landhelgisgæslunni afar vel um áratuga skeið þannig það var auðvitað með ákveðnum söknuði og trega sem við kvöddum þau í gær,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um kveðjustundina. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/Egill Þau skipi stóran sess í sögu Landhelgisgæslunnar. „Bæði eru þau byggð vegna Þorskastríðanna. Ægir fyrir fimmtíu mílna baráttuna og Týr fyrir tvö hundruð mílurnar. Þessi skip og þeir sem á þeim voru unnu frægðarverk og hetjudáðir og það er kannski það sem helst stendur upp úr,“ segir Georg. Þrátt fyrir nokkurn trega segir Georg nýtt og spennandi tímabil hafið hjá Gæslunni með góðum flota. „Núna erum við komin með nútíma búnað, sem eru Þór og Freyja. Það eru alls ekki sambærileg skip og nauðsynleg í okkar störfum eins og þau eru í dag.“
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Tengdar fréttir Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1. júní 2022 10:48