Lést aðeins nokkrum tímum eftir þjálfaraviðtal hjá New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 10:30 Sean Rooks að störfum. Vísir/AFP Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016 NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Sean Rooks, sem lék á sínum tíma í NBA-deildinni í tólf ár, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir að hafa hnigið niður á veitingastað en hann var á uppleið sem framtíðar þjálfari í NBA-deildinni. Sean Rooks var mjög vel liðinn innan NBA-fjölskyldunnar. Móðir hans gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að hún hefði misst son sinn. Sean Rooks var staddur á veitingarstað í Philadelphia. Hann var nýkominn frá New York þar sem hann fór í þjálfaraviðtal hjá New York Knicks. Sean Rooks hitti þar nýja þjálfarann Jeff Hornacek, framkvæmdastjórann Steve Mills og forsetann Phil Jackson en þar ræddu þeir möguleikann á því að Rooks yrði aðstoðarþjálfari Jeff Hornacek á næsta tímabili. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla gekk þessi fundur það vel að New York Knicks mennirnir voru bjartsýnir á það að Sean Rooks kæmi um borð og yrði aðstoðarmaður Hornacek. Sean Rooks var einmitt fæddur í New York borg árið 1969. Það var nóg að gera hjá Sean Rooks sem átti að fljúga til Kína í framhaldinu þar sem hann átti að vinna kynningarstarf fyrir NBA-deildina. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Sean Rooks sem var 208 sentímetra miðherji lék 749 leiki í NBA-deildinni með sex liðum frá 1992 til 2004. Rooks var valinn af Dallas Mavericks en lék einnig með liðum Minnesota Timberwolves, Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers, Los Angeles Clippers, New Orleans Hornets og Orlando Magic. Hann hafði síðustu tvö ár unnið sem einkaþjálfari leikmanna Philadelphia 76ers. Eftir að hann hætti að spila þá hafði hann byrjað á botninum og unnið sig upp sem þjálfari en þar á meðal var fimm ára starf hans í D-deildinni sem er þróunardeild fyrir NBA. Hann fékk síðan sitt fyrsta NBA-starf hjá Philadelphia 76ers og það leit út fyrir að hann væri að fá meiri ábyrgð í NBA-deildinni á komandi árum.Sean Rooks: Rest In Heaven My Friend! pic.twitter.com/y9krSHK6Yb— SHAQ (@SHAQ) June 8, 2016 We Remember Sean Rookshttps://t.co/gsavzQYIAF— NBA (@NBA) June 9, 2016 The NBA family mourns the loss of Sean Rooks, an accomplished player, popular teammate and respected coach. pic.twitter.com/F9WHh6BTtT— NBA (@NBA) June 8, 2016
NBA Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira