Óskaði Bjarna til hamingju með ræðu sem beðið hafði verið eftir í fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 16:42 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Ernir „Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
„Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49
Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15