Allt eða ekkert - óskynsamleg leið Kristinn H. Gunnarsson skrifar 20. maí 2016 13:44 Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil þörf á því að gera breytingar á stjórnarskránni. Mikilvægustu breytingarnar á ekki að tefla í tvísýnu með fjöldann allan af öðrum breytingum í hverri grein stjórnarskrárinnar. Óskynsamlegast er að gera kjósendum að greiða atkvæði um allar breytingarnar í einu og þvinga þá til þess að samþykkja allt eða ekkert. Í 114 greinum eru fjölmörg álitamál sem skiptar skoðanir eru um. Allt eða ekkert leiðin er líkleg til þess að hámarka andstöðuna við frumvarpið. Þau þrjú einstöku atriði sem mestan stuðning fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um tillögur stjórnlagaráðs eru þjóðareign á náttúruauðlindum, aukið persónukjör og að kjósendur geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Það er skynsamlegt að velja nokkur atriði sem telja má aðalatriðin í þeim breytingum sem gera þarf. Þessi þrjú eru öll svo sannarlega mikilvæg og tillögur stjórnlagaráðs í þeim öllum eru prýðilegar. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að ákvæði 34. greinar frumvarps stjórnlagaráðs um náttúruauðlindir nái fram að ganga. Fari svo, verður loks brotin á bak aftur hin ógeðfellda sérhagsmunagæsla í sjávarútveginum sem stórlega hefur skaðað þjóðfélagið. Hverjar mikilvægustu breytingarnar eru sem gera þarf ræðst af því hvernig vandin er greindur. Að mínu mati er samþjöppun valds og áhrif hagsmunaaðila innan einstakra stjórnmálaflokka það hættulegasta. Þess vegna þarf breytingar sem dreifa valdi. Í gildandi fyrirkomulagi er löggjafarvald og framkvæmdavald samtvinnað og eru hverju sinni í höndum fárra forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Sterk tök flokksforystunnar á val þingmanna flokksins herða á valdi og áhrifum þeirra. Alþingi hefur í sínum höndum valdið til þess að breyta stjórnarskránni og hefur frá 1944 gert það átta sinnum án þess að bera breytingarnar undir kjósendur. Það er algerlega fráleitt fyrirkomulag að löggjafarvaldið, sem á að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur , skuli geta sjálft breytt rammanum. Að öllu samanlögðu er staðan sú að fáir forystumenn stjórnmálaflokkanna ráða mestu um löggjöf hverju sinni, framkvæmd löggjafarinnar og stjórnarskránni líka. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að aðgreiningu valdsins en reyndin hefur orðið önnur. Þess vegna tel ég mikilvægast að minnka vald þessa fámenna hóps. Það verður gert með því: að allar breytingar á stjórnarskrá verða að fara í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu að kjósendur geti skotið málum Alþingis til þjóðarinnar að ráðherrar eigi ekki sæti á Alþingi, hvorki sem aðalmenn né varamenn að persónukjör verði tekið upp að mælt verði fyrir um eignarhald og ráðstöfun á nýtingu auðlinda í stjórnarskrá Á Alþingi eru til meðferðar þrjár tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þær eru allar umdeildar að efni til en tvennt er til fyrirmyndar og þarf að verða reglan héðan í frá. Annars vegar er gert ráð fyrir að tillögurnar verði bornar undir kjósendur og með samþykki þeirra nái þær fram að ganga. Hitt atriðið er að tillögurnar eru þrjár og verður kosið um hverja og eina sjálfstætt. Því geta kjósendur valið þær sem þeir vilja samþykkja og hafnað hinum. Allt eða ekkert sjónarmiðið gengur algerlega gegn valfrelsi kjósenda. Það er hluti af kröfum nýrra tíma að kjósendur vilja ráða sjálfir sínu vali. Það eru klækjastjórnmál gamla tímans að setja saman óskyldar tillögur, sem stjórnmálamenn koma sér saman um í sínum hrossakaupum, og bera þær fram í einu lagi. Það eru margt í tillögur stjórnlagaráðs sem getur fengið brautargengi. En það eru líka margar tillögur sem eru umdeilanlegar og ég tel ekki til bóta. Að fella brott kjördæmaskipan er varasamt eins og sást best í kosningunni til stjórnlagaþings þegar aðeins 3 af 25 fulltúum voru af landsbyggðinni. Ákvæðin um forseta Alþingis og aukið vald forsætisráðherra eru ekki góð. Allt eða ekkert sjónarmiðið er einmitt byggt á því að tala til kjósenda ofan frá hásæti valdsins. Píratar hafa tekið stjórnarskrármálið upp á sína arma og vilja gera breytingar en virðast hafa tekið sér einstrengingslega stöðu með þeim sem vilja allt eða ekkert. Fyrir vikið er hætt við því að þeir lokist af og komist hvorki lönd né strönd. Grundvallaratriðin eru tvö sem þarf að hafa að leiðarljósi - annað að virða vilja og valfrelsi kjósenda og hitt að draga út úr helstu atriðin og knýja um að þau ná fram að ganga. Verði sú leið farin eru góðar líkur á því að breytingar náist fram að þessu sinni.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun