Heldur tónleika í minningu kennara síns Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. maí 2016 11:30 Gunnar Kvaran ásamt hljómsveitinni og Huldu Björk Garðarsdóttur söngkonu. Vísir/Aðsend Þetta eru tónleikar helgaðir minningu kennara míns og meistara, sellósnillingsins Erlings Blöndals Bengtssonar. Þegar hann lést fyrir tæpum þremur árum fór ég að hugleiða hvernig ég gæti minnst hans með tónleikum. Ég hef aldrei fundið neinn hentugan ramma utan um þessa tónleika þangað til að mér tókst að semja við Listahátíð um að halda þessa tónleika í minningu hans. Mér fannst tilvalið að leita til nemenda minna sem eru í raun og veru barnabörn Erlings í tónlistarlegum skilningi. Ég þurfti að velja átta sellóleikara úr stórum hópi af nemendum sem ég hef haft í gegnum 35 ár hér á Íslandi. Svo fékk ég til liðs við mig yndislega söngkonu, Huldu Björk Garðarsdóttur, sem á að syngja einsöng í einu af þessum verkum. En við flytjum á þessum tónleikum tvö verk eftir Villa-Lobos fyrir átta selló og söngrödd með dásamlegum texta sem Reynir Axelsson hefur þýtt alveg meistaralega. Síðan er Bachianas Brasileiras nr. 1 sem er bara fyrir átta selló, við endum tónleikana á því. Næst verður flutt ein einleikssvíta eftir Bach sem Margrét Árnadóttir sellóleikari flytur og svo er eitt yndislegt lag, sem er katalónskt þjóðlag sem Pablo Casals sellósnillingur gerði heimsfrægt. Hann lék þetta alltaf í lok allra sinna tónleika eftir að hann þurfti að flýja sitt heimaland. Erling Blöndal Bengtson þarf nú vart að kynna á Íslandi. Móðir hans var íslensk en hann ólst upp í Danmörku. Faðir hans var danskur fiðluleikari og ég varð nemandi hans 1964 og var hjá honum sem nemandi í sjö ár. Á þeim tíma fékk ég það einstæða tækifæri frá honum að gerast aðstoðarkennarinn hans. Það styrkti mig og hjálpaði mér mikið í þeirri köllun sem ég hafði að verða kennari. Ég kom til Íslands 1980 og hef kennt hérna og spilað síðan. Ástæðan fyrir þessum verkum er sú að Erling var alveg stórkostlegur flytjandi einleiksverka Bachs. Bæði þessi verk eftir Villa-Lobos tengjast Bach, þess vegna heita þau Bachianas Brasileiras. Hann var sellóleikari sjálfur hann Villa-Lobos og hann samdi þessi tvö verk undir sterkum áhrifum frá Bach. Mér fannst allt prógrammið tengjast Erling. Ég flutti þetta síðasta verk, Bachianas Brasileiras nr. 1, sem nemandi hans undir hans stjórn í Tivoli concert salnum 1968, þannig tengist þetta allt saman Erling. Ég vona að fólk flykkist að, því að Erling var búinn að gefa þessari þjóð mikið með list sinni í meira en 60 ár. Hann kom hingað sem undrabarn 14 ára gamall og síðustu tónleikana sína hélt hann á 75 ára afmælinu sínu. Hann var búinn að koma hingað geysilega oft og halda tónleika. Hann var óskaplega frændrækinn og hélt mikið upp á þetta land. Þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þá hafi hann ekkert síður litið á Ísland sem sitt ættland, ekkert frekar heldur en Danmörku.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí og miðaverð er 4.700 krónur. Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Þetta eru tónleikar helgaðir minningu kennara míns og meistara, sellósnillingsins Erlings Blöndals Bengtssonar. Þegar hann lést fyrir tæpum þremur árum fór ég að hugleiða hvernig ég gæti minnst hans með tónleikum. Ég hef aldrei fundið neinn hentugan ramma utan um þessa tónleika þangað til að mér tókst að semja við Listahátíð um að halda þessa tónleika í minningu hans. Mér fannst tilvalið að leita til nemenda minna sem eru í raun og veru barnabörn Erlings í tónlistarlegum skilningi. Ég þurfti að velja átta sellóleikara úr stórum hópi af nemendum sem ég hef haft í gegnum 35 ár hér á Íslandi. Svo fékk ég til liðs við mig yndislega söngkonu, Huldu Björk Garðarsdóttur, sem á að syngja einsöng í einu af þessum verkum. En við flytjum á þessum tónleikum tvö verk eftir Villa-Lobos fyrir átta selló og söngrödd með dásamlegum texta sem Reynir Axelsson hefur þýtt alveg meistaralega. Síðan er Bachianas Brasileiras nr. 1 sem er bara fyrir átta selló, við endum tónleikana á því. Næst verður flutt ein einleikssvíta eftir Bach sem Margrét Árnadóttir sellóleikari flytur og svo er eitt yndislegt lag, sem er katalónskt þjóðlag sem Pablo Casals sellósnillingur gerði heimsfrægt. Hann lék þetta alltaf í lok allra sinna tónleika eftir að hann þurfti að flýja sitt heimaland. Erling Blöndal Bengtson þarf nú vart að kynna á Íslandi. Móðir hans var íslensk en hann ólst upp í Danmörku. Faðir hans var danskur fiðluleikari og ég varð nemandi hans 1964 og var hjá honum sem nemandi í sjö ár. Á þeim tíma fékk ég það einstæða tækifæri frá honum að gerast aðstoðarkennarinn hans. Það styrkti mig og hjálpaði mér mikið í þeirri köllun sem ég hafði að verða kennari. Ég kom til Íslands 1980 og hef kennt hérna og spilað síðan. Ástæðan fyrir þessum verkum er sú að Erling var alveg stórkostlegur flytjandi einleiksverka Bachs. Bæði þessi verk eftir Villa-Lobos tengjast Bach, þess vegna heita þau Bachianas Brasileiras. Hann var sellóleikari sjálfur hann Villa-Lobos og hann samdi þessi tvö verk undir sterkum áhrifum frá Bach. Mér fannst allt prógrammið tengjast Erling. Ég flutti þetta síðasta verk, Bachianas Brasileiras nr. 1, sem nemandi hans undir hans stjórn í Tivoli concert salnum 1968, þannig tengist þetta allt saman Erling. Ég vona að fólk flykkist að, því að Erling var búinn að gefa þessari þjóð mikið með list sinni í meira en 60 ár. Hann kom hingað sem undrabarn 14 ára gamall og síðustu tónleikana sína hélt hann á 75 ára afmælinu sínu. Hann var búinn að koma hingað geysilega oft og halda tónleika. Hann var óskaplega frændrækinn og hélt mikið upp á þetta land. Þegar hann fluttist til Bandaríkjanna þá hafi hann ekkert síður litið á Ísland sem sitt ættland, ekkert frekar heldur en Danmörku.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí og miðaverð er 4.700 krónur.
Listahátíð í Reykjavík Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“