Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Markús Bjarni var að opna sýningu um Suð. Birkir Bjarnason Einhverjir koma kannski af fjöllum þegar rætt er um hljóðdempandi listaverk en hönnuðurinn og listamaðurinn Markús Bjarnason hefur á undanförnum árum sérhæft sig í þeim. Hann var að opna sýningu með þessu listformi sem einkennist af miklu notagildi. Markús hefur nú lengi vel skapað einstök hljóðdempandi málverk sem draga úr óæskilegum tíðnum og bæta hljóðvist þeirra rýma sem þau prýða. View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Hjón með suð á heilanum Í verkum sínum sameinar hann hönnun og list, notagildi og fagurfræði og rannsakar suð í lífi fólks og hvernig það skapar sér leiðir og rútínur til að vinna gegn neikvæðu suði. Hann og eiginkona hans, Heiðbjört Arney viðskiptafræðingur, standa á bak við Stúdíó Suð sem hefur það að markmiði að minnka neikvætt suð í lífi fólks. Það er óhætt að segja að þau séu með suð á heilanum. „Ég hef verið að gera hljóðdempandi málverk í um tvö ár, en hugmyndin er í grunninn að skapa málverk sem eru á sama tíma ósýnileg hljóðvistarlausn. Ég er að tvinna saman hönnun og list. Þetta eru listaverk, en þau hafa einnig notagildi,“ segir Markús og bætir við: „Ég lærði að silkiþrykkja í Listaháskólanum og mig hefur lengi dreymt um að gefa út silkiprentlínu. Nú lét ég loks verða af því og við Heiðbjört, konan mín, settum upp lítið silkiprentverkstæði á vinnustofunni okkar.“ Seldist næstum upp á fyrsta degi Stúdíó Suð hélt pop-up sýningu í Litla gallerí helgina 28.–30. nóvember þar sem þau kynntu til leiks ný hljóðdempandi silkiþrykkt listaverk og sló sýningin rækilega í gegn. Þegar hurðir opnuðust seldust nær öll verkin strax á fyrsta degi og myndaðist biðröð gesta sem vildu tryggja sér verk. View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Markús vann langt fram á nótt við að búa til fleiri viðbótarverk til að mæta eftirspurninni, en þrátt fyrir þá viðleitni var allt uppselt áður en sýningarhelgin lauk. Fólk meðvitaðra um hljóðvist Í kjölfarið myndaðist langur listi af pöntunum sem undirstrikar að hér sé komin fram nýjung sem fólk tengir sterkt við. „Fólk er byrjað að pæla meira í hljóðvist heima hjá sér og er að átta sig á því að hún er mikilvægur þáttur í því að líða vel í eigin rými. Við finnum fyrir því að fólk langar að bæta hljóðvistina á fallegan hátt, en margar hljóðvistarlausnir á markaðnum eru annaðhvort dálítið skrifstofulegar eða augljósar í tilgangi sínum,“ segir Heiðbjört og bætir við: „Rannsóknir sýna að slæm hljóðvist hefur áhrif á einbeitingu, heilsu og lífsgæði. Hljóðdempandi silkiprentin sameina því aldagamla handverks aðferð og nútímalega hljóðvistartækni á hátt sem bæði gleður augað og róar rýmið.“ Þúsund ára gömul aðferð View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Silkiprent eða handprent er um þúsund ára gömul aðferð sem á rætur að rekja til Kína og er nú notuð af fagfólki og listamönnum um allan heim. Hljóðdempandi silkiprentverkin eru handsmíðuð frá A til Ö hér á Íslandi af Stúdíó Suð. Verkin eru handprentuð á náttúrulegt hör, innihalda hljóðdempandi þéttull og innrömmuð í gegnheila eik. Það er nóg um að vera hjá Stúdíó Suð, sem tekur nú þátt í tveimur sýningum; hljóðdempandi verk þeirra má nálgast bæði í La Boutique Design í Reykjavík og í Listasal Mosfellsbæjar fram að jólum. Myndlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Markús hefur nú lengi vel skapað einstök hljóðdempandi málverk sem draga úr óæskilegum tíðnum og bæta hljóðvist þeirra rýma sem þau prýða. View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Hjón með suð á heilanum Í verkum sínum sameinar hann hönnun og list, notagildi og fagurfræði og rannsakar suð í lífi fólks og hvernig það skapar sér leiðir og rútínur til að vinna gegn neikvæðu suði. Hann og eiginkona hans, Heiðbjört Arney viðskiptafræðingur, standa á bak við Stúdíó Suð sem hefur það að markmiði að minnka neikvætt suð í lífi fólks. Það er óhætt að segja að þau séu með suð á heilanum. „Ég hef verið að gera hljóðdempandi málverk í um tvö ár, en hugmyndin er í grunninn að skapa málverk sem eru á sama tíma ósýnileg hljóðvistarlausn. Ég er að tvinna saman hönnun og list. Þetta eru listaverk, en þau hafa einnig notagildi,“ segir Markús og bætir við: „Ég lærði að silkiþrykkja í Listaháskólanum og mig hefur lengi dreymt um að gefa út silkiprentlínu. Nú lét ég loks verða af því og við Heiðbjört, konan mín, settum upp lítið silkiprentverkstæði á vinnustofunni okkar.“ Seldist næstum upp á fyrsta degi Stúdíó Suð hélt pop-up sýningu í Litla gallerí helgina 28.–30. nóvember þar sem þau kynntu til leiks ný hljóðdempandi silkiþrykkt listaverk og sló sýningin rækilega í gegn. Þegar hurðir opnuðust seldust nær öll verkin strax á fyrsta degi og myndaðist biðröð gesta sem vildu tryggja sér verk. View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Markús vann langt fram á nótt við að búa til fleiri viðbótarverk til að mæta eftirspurninni, en þrátt fyrir þá viðleitni var allt uppselt áður en sýningarhelgin lauk. Fólk meðvitaðra um hljóðvist Í kjölfarið myndaðist langur listi af pöntunum sem undirstrikar að hér sé komin fram nýjung sem fólk tengir sterkt við. „Fólk er byrjað að pæla meira í hljóðvist heima hjá sér og er að átta sig á því að hún er mikilvægur þáttur í því að líða vel í eigin rými. Við finnum fyrir því að fólk langar að bæta hljóðvistina á fallegan hátt, en margar hljóðvistarlausnir á markaðnum eru annaðhvort dálítið skrifstofulegar eða augljósar í tilgangi sínum,“ segir Heiðbjört og bætir við: „Rannsóknir sýna að slæm hljóðvist hefur áhrif á einbeitingu, heilsu og lífsgæði. Hljóðdempandi silkiprentin sameina því aldagamla handverks aðferð og nútímalega hljóðvistartækni á hátt sem bæði gleður augað og róar rýmið.“ Þúsund ára gömul aðferð View this post on Instagram A post shared by Stúdíó Suð (@studiosud.is) Silkiprent eða handprent er um þúsund ára gömul aðferð sem á rætur að rekja til Kína og er nú notuð af fagfólki og listamönnum um allan heim. Hljóðdempandi silkiprentverkin eru handsmíðuð frá A til Ö hér á Íslandi af Stúdíó Suð. Verkin eru handprentuð á náttúrulegt hör, innihalda hljóðdempandi þéttull og innrömmuð í gegnheila eik. Það er nóg um að vera hjá Stúdíó Suð, sem tekur nú þátt í tveimur sýningum; hljóðdempandi verk þeirra má nálgast bæði í La Boutique Design í Reykjavík og í Listasal Mosfellsbæjar fram að jólum.
Myndlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira