Lífið

Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jóla­skreytingar inni og úti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærar hugmyndir af jólaskreytingum fyrir hátíðarnar.
Frábærar hugmyndir af jólaskreytingum fyrir hátíðarnar.

Í Íslandi í dag á Sýn í gærkvöld fékk Vala Matta að sjá líklega jólalegasta garðinn í hverfinu hjá arkitektinum Hildi Gunnlausdóttur.

Einnig leit hún við hjá hönnuðinum Lindu Björgu Árnadóttur sem er með sérkennilegar skreytingar og að lokum flotta pallaskreytingu hjá Guðrúnu Auði Böðvarsdóttur. ´

Áhorfendur innslagsins geta því séð nýstárlegar jólaskreytingar og fengið hugmyndir og innblástur fyrir eigin jólaskreytingu.

Til að mynda má sjá skreyttan garð með fullt af jólasveinum og upplýstum dýrum. 

Og bleikt jólatré með pönkívafi og pottaskreytingu sem mun lifa í allan vetur. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.