Innlent

Ólöf Nordal ætlar í framboð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
„Þegar maður ætlar í framboð til Alþingis verður að hafa like síðu sem stjórnmálamaður,“ segir Ólöf.
„Þegar maður ætlar í framboð til Alþingis verður að hafa like síðu sem stjórnmálamaður,“ segir Ólöf. vísir/Vilhelm
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til Alþingis í þingkosningunum sem áætlað er að fram fari í haust.

Ólöf sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2007-2013 en ákvað að gefa ekki kost á sér fyrir Alþingiskosningarnar árið 2013.

Undanfarið hefur Ólöf gegnt embætti innanríkisráðherra en hún tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér vegna lekamálsins árið 2014. Varð Ólöf tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður var hér á landi.

Ólöf greindist með krabbamein sumarið 2014 en lauk nýverið lyfjameðferð sem hófst í upphafi árs. Sú meðferð gekk að óskum og bar meðferðin tilætlaðan árangur.

Stofnaði hún nýverið svokallað like-síðu á Facebook og sagði við það tilefni að hver stjórnmálamaður þyrfti á einni slíkri að halda.

„Þegar maður ætlar í framboð til Alþingis verður að hafa like síðu sem stjórnmálamaður,“ og fylgdi hún því eftir með eftirfarandi tísti.


Tengdar fréttir

Lyfjameðferð Ólafar lokið

"Eigum við ekki að segja (eins og satt er) að þetta herði og dýpki mann?“ segir Ólöf Nordal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×