Biyombo fékk aldrei leyfi til að veifa puttanum eins og Mutombo | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. maí 2016 17:30 Bisback Biyombo er að spila stórvel fyrir Toronto. vísir/getty Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Bismack Biyombo, leikmaður Toronto Raptors, er ein af stjörnum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en varnarleikur hans og fjöldinn allur af vörðum skotum hefur vakið mikla athygli. Biyombo er frá Kongó eins og annar frábær varnarmaður sem eitt sinn spilaði í NBA-deildinni, Dikembe Mutobo. Sá mikli gleðigjafi spilaði með Denver, Atlanta, Philadelphia, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets á glæstum 18 ára ferli. Eins og allir körfuboltaáhugamenn vita var einkennismerki Mutombo að veifa vísifingrinum með svægi í átt að leikmanni sem hann varði skot frá en þennan sið hefur Biyombo tekið upp í Toronto. Hann sagðist hafa fengið leyfi frá Mutombo til að nota puttann en það er ekki satt. Mutombo er þó svo stoltur af samlanda sínum að honum er nákvæmlega sama. „Menn mega herma eftir því sem þeim finnst flott. Bismack er eins og yngsti bróðir minn. Ég get ekki verið honum reiður því ég er svo stoltur af honum. Við erum frá sama landi og ég sendi honum skilaboð og hringi í hann á hverjum degi til að samgleðjast honum,“ segir Mutombo í viðtali við ESPN. Fyrir einn leik Toronto gegn Cleveland í úrslitum austurdeildarinnar sagði Biyombo við upptökulið ESPN að hann væri með leyfi frá Mutombo til að nota puttahreyfinguna. „Eftir samtal við Mutombo fannst mér hann hafa gert svo góða hluti fyrir landið okkar. Mér fannst þetta góð leið til að halda arfleið hans á lífi. Ég elska Mutombo eins og stóra bróður minn,“ sagði Biyombo en þetta samtal kannast Mutombo ekki við. „Var það ég sem gaf leyfið eða einhver í fjölskyldu minni? Skrifaði einhver upp á þetta? En vitið þið hvað, hann er ungur maður þannig leyfið honum að njóta fræðgarinnar. Hann er líka að gera mig frægan. Ég vil sjá hann í Kongó í sumar þannig við getum talað saman bara við tveir í okkar heimalandi,“ segir Dikembe Mutombo. Í spilaranum hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með bæði Biyombo og Mutombo.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum