Nýsjálenska undrið í Oklahoma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 17:00 Adams er einn af vinsælustu leikmönnum Oklahoma. vísir/getty Oklahoma City Thunder getur sent meistara Golden State Warriors í sumarfrí með sigri í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Oklahoma, sem endaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart gegn Golden Statesem setti met í deildarkeppninni með því að vinna 73 leiki. Stephen Curry og félagar í Golden State eru komnir ofan í ansi djúpa holu og sagan er ekki á þeirra bandi því aðeins níu liðum í sögu NBA hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir í einvígi. Það gerðist síðast í fyrra þegar Houston Rockets vann Los Angeles Clippers, 4-3, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa lent 3-1 undir. Tvíeykið frábæra, Kevin Durant og Russell Westbrook, hefur eins og venjulega dregið vagninn fyrir Oklahoma en þeim hefur þó borist hjálp úr óvæntri átt, frá Nýsjálendingnum Steven Adams. Miðherjinn stóri og stæðilegi, sem skartar þykku og ræktarlegu yfirvaraskeggi, setti allt á annan endann á Twitter þegar hann grýtti boltanum, í bókstaflegri merkingu, á bakvörðinn Andre Roberson sem tróð auðveldlega í þriðja leiknum. Margir líktu tilþrifum Adams við skotboltatilþrif Bens Stiller og félaga í kvikmyndinni Dodgeball frá 2004. Stiller skartaði líka myndarlegu yfirvaraskeggi í myndinni, ekki ósvipuðu og Adams. Nýsjálendingurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu í einvíginu við Golden State, þá sérstaklega rimma hans og Draymonds Green sem er búinn að sparka tvisvar sinnum í djásnin á honum en sloppið við bann. Adams hefur þó ekki bara gefið skotboltasendingu og fengið spörk í punginn í einvíginu heldur hefur hann spilað einstaklega vel. Adams er með 11,0 stig og 8,5 stig að meðaltali í leik og skotnýtingin er til fyrirmyndar (59,1%). Adams er í miklum metum hjá Oklahoma, bæði hjá samherjum sínum og stuðningsmönnum liðsins sem kunna að meta þennan harðjaxl sem er jafnframt mikill húmoristi. Börn eru m.a. farin að klæða sig upp eins og Adams eins og sjá má á myndinni hér að neðan.Yo this little girl going Steven Adams mustache/tattoo combo has already won fan of the game pic.twitter.com/vYQmZ76HJx — Anthony Slater (@anthonyVslater) May 24, 2016Adams er, sem áður sagði, frá Nýja-Sjálandi en hann kemur úr stórum systkinahópi. Það er óhætt að segja að faðir hans, sem lést árið 2006, hafi verið frjósamur en hann átti 18 börn með fimm konum. Systkinin eru óvenjulega hávaxin en meðalhæð bræðra Stevens er 2,06 m og systur hans telja að meðaltali 1,83 m. Hann er ekki eini afreksmaðurinn í Adams-fjölskyldunni því systir hans, Valerie Adams, er einn fremsti kúluvarpari síðari ára. Valerie, sem er níu árum eldri en Steven, vann m.a. til gullverðlauna í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og í London fjórum árum seinna.Valerie Adams er einn fremsti kúluvarpi heims.vísir/gettyEftir andlát föður síns lenti Adams í vondum félagsskap en komst á rétta braut eftir að hann flutti til höfuðborgarinnar Wellington til bróður síns. Þar kynntist hann körfubolta og vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína á því sviði. Adams fluttist síðan til Bandaríkjanna og gekk í Pittsburgh háskólann sem hann lék með tímabilið 2012-13. Og hann gerði nóg með Pittsburgh til að vera valinn númer tólf í nýliðavali NBA 2013. Adams var valinn í annað úrvalslið nýliða á sínu fyrsta tímabili í NBA og hlutverk hans stækkaði umtalsvert árið eftir. Og nú í vetur hefur hann slegið í gegn og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem allt er undir.Fimmti leikur Golden State og Oklahoma hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Oklahoma City Thunder getur sent meistara Golden State Warriors í sumarfrí með sigri í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Oklahoma, sem endaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar, hefur komið skemmtilega á óvart gegn Golden Statesem setti met í deildarkeppninni með því að vinna 73 leiki. Stephen Curry og félagar í Golden State eru komnir ofan í ansi djúpa holu og sagan er ekki á þeirra bandi því aðeins níu liðum í sögu NBA hefur tekist að koma til baka eftir að hafa lent 3-1 undir í einvígi. Það gerðist síðast í fyrra þegar Houston Rockets vann Los Angeles Clippers, 4-3, í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa lent 3-1 undir. Tvíeykið frábæra, Kevin Durant og Russell Westbrook, hefur eins og venjulega dregið vagninn fyrir Oklahoma en þeim hefur þó borist hjálp úr óvæntri átt, frá Nýsjálendingnum Steven Adams. Miðherjinn stóri og stæðilegi, sem skartar þykku og ræktarlegu yfirvaraskeggi, setti allt á annan endann á Twitter þegar hann grýtti boltanum, í bókstaflegri merkingu, á bakvörðinn Andre Roberson sem tróð auðveldlega í þriðja leiknum. Margir líktu tilþrifum Adams við skotboltatilþrif Bens Stiller og félaga í kvikmyndinni Dodgeball frá 2004. Stiller skartaði líka myndarlegu yfirvaraskeggi í myndinni, ekki ósvipuðu og Adams. Nýsjálendingurinn hefur verið mikið í sviðsljósinu í einvíginu við Golden State, þá sérstaklega rimma hans og Draymonds Green sem er búinn að sparka tvisvar sinnum í djásnin á honum en sloppið við bann. Adams hefur þó ekki bara gefið skotboltasendingu og fengið spörk í punginn í einvíginu heldur hefur hann spilað einstaklega vel. Adams er með 11,0 stig og 8,5 stig að meðaltali í leik og skotnýtingin er til fyrirmyndar (59,1%). Adams er í miklum metum hjá Oklahoma, bæði hjá samherjum sínum og stuðningsmönnum liðsins sem kunna að meta þennan harðjaxl sem er jafnframt mikill húmoristi. Börn eru m.a. farin að klæða sig upp eins og Adams eins og sjá má á myndinni hér að neðan.Yo this little girl going Steven Adams mustache/tattoo combo has already won fan of the game pic.twitter.com/vYQmZ76HJx — Anthony Slater (@anthonyVslater) May 24, 2016Adams er, sem áður sagði, frá Nýja-Sjálandi en hann kemur úr stórum systkinahópi. Það er óhætt að segja að faðir hans, sem lést árið 2006, hafi verið frjósamur en hann átti 18 börn með fimm konum. Systkinin eru óvenjulega hávaxin en meðalhæð bræðra Stevens er 2,06 m og systur hans telja að meðaltali 1,83 m. Hann er ekki eini afreksmaðurinn í Adams-fjölskyldunni því systir hans, Valerie Adams, er einn fremsti kúluvarpari síðari ára. Valerie, sem er níu árum eldri en Steven, vann m.a. til gullverðlauna í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og í London fjórum árum seinna.Valerie Adams er einn fremsti kúluvarpi heims.vísir/gettyEftir andlát föður síns lenti Adams í vondum félagsskap en komst á rétta braut eftir að hann flutti til höfuðborgarinnar Wellington til bróður síns. Þar kynntist hann körfubolta og vakti fljótt athygli fyrir hæfileika sína á því sviði. Adams fluttist síðan til Bandaríkjanna og gekk í Pittsburgh háskólann sem hann lék með tímabilið 2012-13. Og hann gerði nóg með Pittsburgh til að vera valinn númer tólf í nýliðavali NBA 2013. Adams var valinn í annað úrvalslið nýliða á sínu fyrsta tímabili í NBA og hlutverk hans stækkaði umtalsvert árið eftir. Og nú í vetur hefur hann slegið í gegn og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem allt er undir.Fimmti leikur Golden State og Oklahoma hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira