Klay Thompson gerði þetta ekki bara í úrslitakeppni heldur í leik á útivelli þar sem lið hans Golden State Warriors varð að vinna til að halda sér á lífi í einvígi sínum á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors jafnaði metin í 3-3 og fær oddaleikinn á heimavelli sínum.
Klay Thompson bætti gamla metið um tvo þrista en það áttu þeir Jason Terry, Ray Allen (tvisvar), Vince Carter og Rex Chapman. Hann hitti alls úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum.
„Ég hefði átt að skora að minnsta kosti þrettán þrista því að ég klikkaði á galopnum skotum í byrjun," sagði Klay Thompson sjálfgagnrýninn í leikslok. Hann endaði leikinn með 41 stig.
Klay Thompson skaut Golden State Warriors aftur inn í leikinn í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum þar sem hann var með mann í andlitinu.
„Augljóslega þá var Klay Thompson fáránlegur í þessum leik. Þetta var ein ótrúlegasta skotsýning sem við höfum séð," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað metið væri. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri kominn með ellefu þrista. Ég var bara að reyna að vera áræðinn, hvort sem það var að keyra á körfuna eða skjóta fyrir utan," sagði Klay.
„Það er góð tilfinning að eiga met en mér mun líða mun betur ef við klárum dæmið á mánudaginn," sagði Klay Thompson.
NBA-deildin hefur tekið saman þessar ellefu þriggja stiga körfur Klay Thompson í leiknum í nótt og það má sjá þær hér fyrir neðan.
Klay Thompson #NBAPlayoffs career-high 41p
— NBA.com/Stats (@nbastats) May 29, 2016
11/18 on 3's - @NBA record for most made 3's in an #NBAPlayoffs game pic.twitter.com/RmDIKNe8cz
Klay Thompson's 41-point performance in Game 6 puts him in an elite group. pic.twitter.com/EiKdiGTWkI
— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2016