Þó svo Peyton Manning sé búinn að leggja skóna á hilluna þá á hann erfitt með að slíta sig frá boltanum.
Hann var nefnilega mættur á æfingasvæði Miami Dolphins á dögunum. Hann var að fara yfir sóknarleik liðsins með Ryan Tannehill, leikstjórnanda Dolphins.
Þjálfari Miami, Adam Gase, var sóknarþjálfari Denver Broncos og Peyton hefur því mikinn skilning á því sem Gase er að gera. Hann var því með Tannehill í kennslu.
„Þetta var alveg geggjað. Peyton er goðsögn í lifanda lífi og það var einstakt að fá að setjast niður með honum og spyrja hann út í alla mögulega hluti. Það má svo sannarlega læra mikið af honum,“ sagði Tannehill.
