Íslenski boltinn

Ágúst: Þurfum ekkert plakat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. Vísir/Pjetur
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hrósaði bæði leikmönnum og stuðningsmönnum Fjölnis eftir góðan 2-1 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Þetta var draumabyrjun. Sjáðu bara þessa áhorfendur. Við þurfum ekkert helvítis plakat,“ sagði Ágúst og vísaði til umræðu um frægt plakat sem Fjölnismenn gerðu til að hvetja stuðningsmenn til að mæta á völlinn í upphafi síðustu leiktíðar.

„Þetta eru frábærir leikmenn, frábærir áhorfendur. Þetta var klassakvöld,“ sagði Ágúst, himinlifandi.

Hann viðurkenndi þó að Fjölnismenn hafi að nokkru leyti rennt blint í sjóinn enda með marga nýja leikmenn í sínu liði.

„En við sýndum og sönnuðum að við erum með góða leikmenn. Þetta var frábær leikur gegn sterku Valsliði en við unnum 100 prósent fyrir sigrinum.“

„Þetta var samt bara fyrsti leikurinn og það er enn nóg eftir. Við getum ekki farið að pakka saman.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×