Körfubolti

Cleveland enn ósigrað | Oklahoma jafnaði metin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James var einni stoðsendingu frá því að ná þrennu.
James var einni stoðsendingu frá því að ná þrennu. vísir/getty
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Cleveland Cavaliers er komið í úrslit Austurdeildarinnar eftir eins stigs sigur, 99-100, á Atlanta Hawks á útivelli.

LeBron James og félagar unnu einvígið 4-0 og mæta annað hvort Toronto Raptors eða Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar. Cleveland sópaði einnig Detroit Pistons í fyrstu umferðinni og hefur því unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni.

Kevin Love var atkvæðamestur í liði Cleveland með 27 stig og 13 fráköst. Kyrie Irving og James skoruðu 21 stig hvor en sá síðarnefndi tók einnig 10 fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Dennis Schroder var stigahæstur í liði Atlanta með 21 stig, tveimur stigum meira en Paul Millsap.

Í Vesturdeildinni jafnaði Oklahoma City Thunder metin í rimmunni gegn San Antonio Spurs með 111-97 sigri í fjórða leik liðanna.

Kevin Durant jafnaði sitt persónulega met í úrslitakeppninni með 41 stigi en 29 þeirra komu í seinni hálfleik. Dion Waiters skilaði 17 stigum af bekknum og Russell Westbrook skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.

Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio og Kawhi Leonard 21 stig.

Úrslitin í nótt:

Atlanta 99-100 Cleveland

Oklahoma 111-97 San Antonio

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×