Segir ákvörðun Ólafs dómgreindarbrest sem jók á sundrungu 23. apríl 2016 10:45 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58