Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2016 13:34 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV. Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV.
Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30
Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00