Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2016 13:34 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV. Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram í komandi forsetakosningum. Guðni hafði lofað þeim sem hvatt hafa hann til framboðs að íhuga málið og hafði gefið út að hann myndi koma undan feldi sínum í sumarbyrjun. Nú á sumardeginum fyrsta birtir hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá því að það fyrsta sem hann sá þegar hann gægðist undan feldi sínum var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ólafur Ragnar boðaði eftirminnilega til blaðamannafundar á Bessastöðum síðastliðinn mánudag þar sem hann tilkynnti þjóðinni að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Nái Ólafur Ragnar kjöri verður það hans sjötta kjörtímabil í embætti forseta Íslands. Ef hann situr út kjörtímabilið hefur hann verið í embætti forseta Íslands í 24 ár. Guðni hefur þó ekki útilokað framboð og segist á Facebook-síðu sinni ætla að hugsa málið aðeins lengur.Í viðtali við DV í dag segist Guðni haf kosið Ólaf Ragnar árið 1996 en segir að forsetinn fengi ekki atkvæði frá sér í dag. „Forsetinn þarf að segja satt,“ segir Guðni og nefnir þar að Ólafur Ragnar sagði við upphaf ferils síns að átta til tólf ár séu nægur tími í embætti en stefnir nú á aldarfjórðungssetu. „Hér er ekki aðalatriðið að forseti vilji sitja áfram en ég kann ekki við þessi klækjabrögð þótt sumum finnist þau eflaust tær snilld,“ segir Guðni við DV.
Tengdar fréttir Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00 „Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46 20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30 Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Hlutverk forseta við myndun ríkisstjórnar: Byrsti sig og skipaði nýkjörnum Sigmundi Davíð fyrir Ólafur Ragnar hefur í tvígang haft mikil áhrif á stjórnarmyndanir. Nefndi næstu viðræður sem helstu ástæðu framboðs. 19. apríl 2016 15:00
„Forsetaefni sem forsætisráðherra hefur stutt hefur alltaf tapað“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir það sæta tíðindum að forsætisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við einstaka frambjóðanda til embættis forseta Íslands. 18. apríl 2016 19:46
20 ára valdatíð Ólafs Ragnars: Ástin, útrásin, stjórnmálin og hin mikla óvissa Stiklað á stóru í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. 20. apríl 2016 08:30
Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni. 20. apríl 2016 07:00