Segir ákvörðun Ólafs dómgreindarbrest sem jók á sundrungu 23. apríl 2016 10:45 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs hafi verið dómgreindarbrestur. Það beri viðbrögðin við yfirlýsingunni með sér. Hann segir að ákvörðun forsetans um gefa kost á sér að nýju hafi því ekki orðið til þess að sameina þjóðina heldur til þess fallin að „auka enn á þá sundrungu sem fyrir er.“ Hún vinni því gegn yfirlýstu markmiði forsetans. Þetta kemur fram í pistli Styrmis í Morgunblaðinu í dag þar sem hann gerir breytingar á ákvæðum stjórnarskrárinnar um embætti forseta Íslands að umtalsefni sínu en Styrmir segir þær nú enn brýnni en áður. Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars um að gefa kost á sér til endurkjörs megi þessar breytingar, að mati Styrmis, ekki bíða árum saman heldur verði þær „að koma til framkvæma á næstu misserum.“Synjunarvald afnumið og tímamörk nauðynleg Hann segir breytingarnar lúta að fjórum þáttum: „Í fyrsta lagi, hvort yfirleitt eigi að vera til embætti forseta lýðveldisins. Í öðru lagi er ljóst, verði það áfram til, að nauðsynlegt er að setja ákveðin tímamörk á setu hvers einstaklings á Bessastöðum, sem til þess er kjörinn. Í þriðja lagi hafa komið fram réttmætar ábendingar um að forsetakjör fari fram í tveimur umferðum, nái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. Í fjórða lagi er ástæða til að afnema alveg synjunarvald forseta vegna laga frá Alþingi en flytja það í þess stað yfir til þjóðarinnar sjálfrar,“ segir Styrmir.Styrmir Gunnarsson.Ritstjórinn fyrrverandi segir að nauðsynlegt að þessi mál komist á dagskrá í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þannig gefist forseta tækifæri á að útskýra betur þau rök sem hann hafi fært fyrir þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig fram enn á ný þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. „Og þá má búast við að þungar athugasemdir Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings, við röksemdir forsetans í samtali við DV nú í vikunni komi einnig við sögu,“ segir Styrmir og bætir við:Vonar að ákvörðunin leiði til samstöðu um stjórnarskrárbreytingar „Ákvörðun forsetans um að leita enn einu sinni endurkjörs hefur ekki orðið til að sameina þjóðina heldur hefur hún orðið til að auka enn á þá sundrungu sem fyrir er. Hún vinnur því gegn yfirlýstu markmiði forsetans.“ Fátt er þó svo með öllu illt að ei boði gott að mati Styrmis sem segir að ákvörðunin kunni að leiða til samstöðu allra flokka um nauðsynlegar, fyrrgreindar breytingar á stjórnarskránni. Það hafi hamlað ítrekuðum tilraunum til að ná fram breytingum á stjórnarskrá að stjórnmálaflokkarnir hafa haft mismunandi skoðanir á þeim. „Forseti Íslands hefur vafalaust byggt ákvörðun sína á að bjóða sig fram til endurkjörs á þeirri forsendu sem hann hefur gefið upp að hann yrði að fórna eigin frelsi fyrir skyldur gagnvart þjóðinni. En viðbrögðin við þeirri ákvörðun sýna að dómgreindin hefur brugðizt honum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34
Andri Snær skýtur á Ólaf Ragnar og spyr hvort óvissan verði minni eftir 24 ár "Af hverju ríkir óvissa eftir 20 ára setu á forsetastóli? Verður hún minni eftir 24 ár?“ spyr Andri Snær Magnason. 22. apríl 2016 08:58