Tom Brady aftur í fjögurra leikja bann en sparar sér mikinn pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 15:00 Tom Brady Vísir/Getty Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í „Deflategate". Tom Brady missir því af fyrstu fjórum leikjum New England Patriots á komandi tímabili sem hefst í september. Tom Brady er þó ekki búinn að gefast upp og mun áfrýja dómnum til hæstaréttar sem mun eiga lokaorðið í þessu máli. Það þykir þó ólíklegt að Brady sleppi við bannið. ESPN segir frá. Roger Goodell, yfirmaður NFL, dæmdi Tom Brady í fjögurra leikja bann fyrir vitneskju hans og þátttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni 2015. Tom Brady fór með málið fyrir dómstóla og vann fyrstu hrinuna sem hjálpaði honum að spila alla leiki liðsins á síðasta tímabili. Brady missir hinsvegar af leikjum á móti Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í haust. Fyrsti leikur Brady á tímabilinu verður á móti Cleveland Browns. Tom Brady græddi mikinn pening án því að taka bannið frekar út í ár en í fyrra því nýr samningur hans við New England Patriots er mjög hagstæður þegar kemur að þessu „nýja“ banni. Brady má ekki bara spila þessa fjóra leiki heldur missir hann einnig launin sín á þessum tíma. Brady gerði nýjan samning í síðasta mánuði þar sem hann fær aðeins eina milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en ekki níu milljónir dollara eins og hann átti að fá. Þess í stað fékk Brady 28 milljónir dollara bónusgreiðslu fyrir að gera nýjan samning og það fer ekkert framhjá neinum að nýr samningur var mótaður að þessari refsingu sem er framundan. Brady hefði misst rúmar tvær milljónir dollara, um 250 milljónir íslenskra króna, samkvæmt gamla samningnum sínum en nýi samningurinn sér til þess að hann missir aðeins 235 þúsund dollara eða um 29 milljónir íslenskar krónur. Þarna munar meira en 220 milljónum íslenska króna sem sitja eftir í vasa Tom Brady og það er nú þokkalegasta upphæð. NFL Tengdar fréttir Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00 Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30 Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15 Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í „Deflategate". Tom Brady missir því af fyrstu fjórum leikjum New England Patriots á komandi tímabili sem hefst í september. Tom Brady er þó ekki búinn að gefast upp og mun áfrýja dómnum til hæstaréttar sem mun eiga lokaorðið í þessu máli. Það þykir þó ólíklegt að Brady sleppi við bannið. ESPN segir frá. Roger Goodell, yfirmaður NFL, dæmdi Tom Brady í fjögurra leikja bann fyrir vitneskju hans og þátttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni 2015. Tom Brady fór með málið fyrir dómstóla og vann fyrstu hrinuna sem hjálpaði honum að spila alla leiki liðsins á síðasta tímabili. Brady missir hinsvegar af leikjum á móti Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í haust. Fyrsti leikur Brady á tímabilinu verður á móti Cleveland Browns. Tom Brady græddi mikinn pening án því að taka bannið frekar út í ár en í fyrra því nýr samningur hans við New England Patriots er mjög hagstæður þegar kemur að þessu „nýja“ banni. Brady má ekki bara spila þessa fjóra leiki heldur missir hann einnig launin sín á þessum tíma. Brady gerði nýjan samning í síðasta mánuði þar sem hann fær aðeins eina milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en ekki níu milljónir dollara eins og hann átti að fá. Þess í stað fékk Brady 28 milljónir dollara bónusgreiðslu fyrir að gera nýjan samning og það fer ekkert framhjá neinum að nýr samningur var mótaður að þessari refsingu sem er framundan. Brady hefði misst rúmar tvær milljónir dollara, um 250 milljónir íslenskra króna, samkvæmt gamla samningnum sínum en nýi samningurinn sér til þess að hann missir aðeins 235 þúsund dollara eða um 29 milljónir íslenskar krónur. Þarna munar meira en 220 milljónum íslenska króna sem sitja eftir í vasa Tom Brady og það er nú þokkalegasta upphæð.
NFL Tengdar fréttir Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00 Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30 Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15 Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00
Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00
Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30
Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00
Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30
Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15
Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30
Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45