Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Sverrir Jan Norðfjörð skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun