NBA: San Antonio vann síðasta heimaleikinn og náði meti Boston | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 07:15 San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
San Antonio Spurs þurfti að hafa mikið fyrir síðasta heimasigri tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en hann kom í höfn eftir framlengingunni og sá til þess að þetta Spurs-lið er komið í sögubækurnar.Kawhi Leonard skoraði 26 stig þegar San Antonio Spurs vann 102-98 sigur á Oklahoma City Thunder eftir framlengdan leik. Þetta var fertugasti heimasigur San Antonio liðsins og með því jafnaði liðið met Boston Celtics frá 1985-86. Bæði liðin unnu 40 af 41 heimaleik sínum. „Þetta er eitt af þessum goðsagnakenndu liðum með Larry Bird, (Kevin) McHale og (Robert) Parrish. Þetta er því nokkuð gott hjá okkur. Það er ekki auðvelt að tapa bara einum heimaleik allt tímabilið," sagði Tony Parker eftir leikinn. San Antonio gat þarna tapað fjórða leik sínum í röð eftir töp fyrir Golden State (tvisvar) og Denver í leikjunum á undan en tókst að vinna sig inn í leikinn eftir slaka byrjun. Billy Donovan, þjálfari Oklahoma City gerði Spurs aðeins auðveldara fyrir með því að hvíla stjörnuleikmennina Kevin Durant, Russell Westbrook og Serge Ibaka. Oklahoma City náði mest 18 stiga forystu í fyrri hálfleik en Spurs vann sig inn í leikinn. Dion Waiters kom leiknum í framlengingu með því að skora körfu og fá víti að auki eftir brot David West. Kawhi Leonard skoraði 6 stig í framlengingunni og Parker var með þrjú stig. Tony Parker skoraði alls 20 stig og Tim Duncan var með 12 stig og 9 fráköst. Dion Waiters, Enes Kanter, Steven Adams og Cameron Payne skoruðu allir 17 stig fyrir Oklahoma City Thunder. Kanter var einnig með 16 fráköst.Joe Johnson skoraði 25 stig og Luol Deng var með 17 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 99-93 sigur á Detroit Pistons. Miami tryggir sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með útisigri á Boston Celtics í lokaleik sínum. Dwyane Wade skoraði 14 stig í leiknum en hann skoraði ekki sín fyrstu stig í leiknum fyrr en 4:14 voru eftir af fyrri hálfleiknum og hafði ekki þurft að bíða svona lengi í leik til að komast á blað í meira en áratug.Nýliðinn Norman Powell var með 18 stig og Litháinn bætti við 17 stigum og 11 fráköstum þegar Toronto Raptors liðið vann 122-98 heimasigur á Philadelphia 76ers. Robert Covington skoraði 24 stig fyrir Philadelphia liðið.Paul George og George Hill skoruðu báðir 19 stig fyrir Indiana Pacers í 102-90 heimasigri á New York Knicks. Þessi sigrar Toronto Raptors og Indiana Pacers sáu til þess að liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Toronto-liðið er með heimavallarréttinn.Austin Rivers, sonur þjálfarans Doc Rivers, var stigahæstur hjá Los Angeles Clippers í 110-84 sigri á Memphis Grizzlies en Austin skoraði 14 stig. Chris Paul bætti við 12 stigum og 13 stoðsendingum og Blake Griffin var einnig með 12 stig. Zach Randolph skoraði 14 stig fyrir Memphis en Clippers-liðið vann alla fjóra leikhlutana.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Indiana Pacers - New York Knicks 102-90 Detroit Pistons - Miami Heat 93-99 Toronto Raptors - Philadelphia 76ers 122-98 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 102-98 (framlengt) Los Angeles Clippers - Memphis Grizzlies 110-84Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira