Stephen Curry náði öðru sögulegu takmarki í leiknum en hann skoraði tíu þrista í leiknum og varð fyrsti maðurinn í NBA-sögunni til að skora 400 þriggja stiga körfur á einu tímabili. Þessar tíu þýddu að Curry skoraði alls 402 þriggja stiga körfur á leiktíðinni.
Það setur kannski þetta afrek hans í samhengi að hann varð fyrr í vetur fyrsti NBA-leikmaðurinn til að skora 300 þriggja stiga körfur á einu tímabili og gamla metið hans frá því í fyrra voru 286 þristar. Curry bætti því metið sitt um 116 þriggja stiga körfur.
Stephen Curry endaði leikinn með 46 stig og 6 stoðsendingar þrátt fyrir að spila bara í 30 mínútur. Hann nýtti 15 af 24 skotum þar af 10 af 19 fyrir utan þriggja stiga línuna.
Chicago Bulls vann 72 af 82 leikjum sínum tímabilið 1995-96 og stóð það met í tuttugu ár. Golden State vann 73 af 82 leikjum sínum á þessu tímabili og varð því fyrsta liðið sem tapar undir tíu leikjum en tapleikirnir urðu bara níu.
Klay Thompson skoraði 16 stig (4 þristar), Harrison Barnes var með 15 stig, Marreese Speights skoraði 12 stig á 12 mínútum og Draymond Green bætti við 11 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.
Flestir sigurleikir á einu NBA-tímabili
73-9
Golden State Warriors 2015-16
72-10
Chicago Bulls 1995-96
69-13
Los Angeles Lakers 1971-72
Chicago Bulls 1996-97
68-13
Philadelphia 76ers 1966-67
68-14
Boston Celtics 1972-73
67-15
Boston Celtics 1985-86
Chicago Bulls 1991-92
Los Angeles Lakers 1999-2000
Dallas Mavericks 2006-07
San Antonio Spurs 2015-16
66-16
Milwaukee Bucks 1970-71 season
Boston Celtics 2007-08
Cleveland Cavaliers 2008-09