Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum staðfesti í gær dóm um sátt á milli NFL-deildarinnar og fyrrum leikmanna deildarinnar.
Leikmennirnir fóru í mál við deildina en þeir hafa allir orðið fyrir einhvers konar heilaskaða í kjölfar þess að hafa fengið heilahristing á vellinum. Sumir fengu margoft heilahristing.
Leikmennirnir sögðu deildina fela hversu hættulegt það er að meiðast í deildinni. NFL neitaði lengi að viðurkenna að það væri samræmi á milli höfuðhögga sem leikmenn fengju og CTE sjúkdómsins en deildin gerir það nú.
Þeir sem fá CTE tapa minni, þjást af þunglyndi og öðru. Ekki er hægt að sjá hvort einhver sé með CTE fyrr en hann er látinn. Það mál var tekið fyrir í myndinni Concussion.
NFL-deildin þarf að greiða þessum leikmönnum 124 milljarða króna í skaðabætur og má búast við að um 21 þúsund fyrrum leikmenn deildarinnar muni fá þessa peninga.
NFL-deildin greiðir 21 þúsund fyrrum leikmönnum milljarða
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

