Boston batt enda á sigurgöngu Golden State 2. apríl 2016 10:23 Stephen Curry mistókst að jafna metin undir lokinn og Boston fór með sigur af hólmi. vísir/getty Eftir 54 sigurleiki á heimavelli beið Golden State lægri hlut í nótt þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Lokatölur urðu 109-106 en síðasta tap Golden State Warriors í Oracle Arena var gegn Chicago Bulls 27. janúar 2015, fyrir rétt rúmum 14 mánuðum síðan. Stephen Curry fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Golden State en þriggja stig skot hans geigaði þegar 5,3 sekúndur voru eftir. "Ég trúi alltaf að þessi skot hjá mér fari niður. En þetta fór á aðra leið. En skotið leit vel út. Við höfum eflaust unnið einhverja leiki sem við áttum ekki skilið að vinna með svona skoti og þetta var bara ekki okkar kvöld," sagði Curry eftir leikinn. Curry var stigahæstur í liði Golden State með 29 stig en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 22 stig, Evan Turner skoraði 21 stig og Jared Sullinger var með 20 stig, auk þess sem hann tók 12 fráköst. Golden State þarf nú að vinna fimm af sex síðustu leikjum sínum í deildinni til að slá met Chicago Bulls frá tímabilinu 1995-1996 þegar Bulls vann 72 leiki á einu tímabili. Golden State hefur nú unnið 68 leiki en tapað átta. Úrslit næturinnar í NBA: Charlotte - Philadelphia 100-91 Detroit - Dallas 89-98 New York - Brooklyn 105-91 Atlanta - Cleveland 108-110 Memphis - Toronto 95-99 Milwaukee - Orlando 113-110 Utah - Minnesota 98-85 Sacramento - Miama 106-112 Golden State - Boston 106-109 Phoenix - Washington 99-106 Staðan Austurdeildin Sigrar Töp Cleveland 54 22 Toronto 51 24 Miami 44 31 Charlotte 44 31 Atlanta 45 32 Boston 44 32 Detroit 40 36 Indiana 39 36 Chicago 38 37 Washington 37 39 Milwaukee 32 44 Orlando 32 44 New York 31 46 Brooklyn 21 55 Philadelphia 9 67 Vesturdeildin Sigrar Töp Golden State 68 8 San Antonio 63 12 Oklahoma City 53 23 L.A. Clippers 47 28 Memphis 41 35 Portland 40 36 Dallas 38 38 Utah 38 38 Houston 37 39 Denver 32 45 Sacramento 30 46 New Orleans 28 47 Minnesota 25 51 Phoenix 20 56 L.A. Lakers 16 59 NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Eftir 54 sigurleiki á heimavelli beið Golden State lægri hlut í nótt þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Lokatölur urðu 109-106 en síðasta tap Golden State Warriors í Oracle Arena var gegn Chicago Bulls 27. janúar 2015, fyrir rétt rúmum 14 mánuðum síðan. Stephen Curry fékk tækifæri til að jafna metin fyrir Golden State en þriggja stig skot hans geigaði þegar 5,3 sekúndur voru eftir. "Ég trúi alltaf að þessi skot hjá mér fari niður. En þetta fór á aðra leið. En skotið leit vel út. Við höfum eflaust unnið einhverja leiki sem við áttum ekki skilið að vinna með svona skoti og þetta var bara ekki okkar kvöld," sagði Curry eftir leikinn. Curry var stigahæstur í liði Golden State með 29 stig en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 22 stig, Evan Turner skoraði 21 stig og Jared Sullinger var með 20 stig, auk þess sem hann tók 12 fráköst. Golden State þarf nú að vinna fimm af sex síðustu leikjum sínum í deildinni til að slá met Chicago Bulls frá tímabilinu 1995-1996 þegar Bulls vann 72 leiki á einu tímabili. Golden State hefur nú unnið 68 leiki en tapað átta. Úrslit næturinnar í NBA: Charlotte - Philadelphia 100-91 Detroit - Dallas 89-98 New York - Brooklyn 105-91 Atlanta - Cleveland 108-110 Memphis - Toronto 95-99 Milwaukee - Orlando 113-110 Utah - Minnesota 98-85 Sacramento - Miama 106-112 Golden State - Boston 106-109 Phoenix - Washington 99-106 Staðan Austurdeildin Sigrar Töp Cleveland 54 22 Toronto 51 24 Miami 44 31 Charlotte 44 31 Atlanta 45 32 Boston 44 32 Detroit 40 36 Indiana 39 36 Chicago 38 37 Washington 37 39 Milwaukee 32 44 Orlando 32 44 New York 31 46 Brooklyn 21 55 Philadelphia 9 67 Vesturdeildin Sigrar Töp Golden State 68 8 San Antonio 63 12 Oklahoma City 53 23 L.A. Clippers 47 28 Memphis 41 35 Portland 40 36 Dallas 38 38 Utah 38 38 Houston 37 39 Denver 32 45 Sacramento 30 46 New Orleans 28 47 Minnesota 25 51 Phoenix 20 56 L.A. Lakers 16 59
NBA Mest lesið Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira