Gamla NY Knicks-goðsögnin, Patrick Ewing, hefur boðið fram krafta sína en Knicks vantar nýjan þjálfara.
Ewing er aðstoðarþjálfari hjá Charlotte Hornets í dag og hann ber þá von í brjósti að fá viðtal hjá Knicks um þjálfarastöðuna.
„Það myndi henta mjög vel að ég tæki við liðinu. Treyjan mín hangir í loftinu og ég bý þarna nálægt. Ég væri mjög þakklátur að fá viðtal,“ sagði Ewing.
„Ég er búinn að vera að þjálfa núna í 13 ár og það eru menn með minni reynslu en ég að fá stór tækifæri í deildinni.“
Ewing byrjaði sem aðstoðarþjálfari hjá Washington árið 2002 og fór svo til Houston og Orlando. Árið 2013 fór hann svo til Charlotte.
Kurt Rambis hefur stýrt liðinu síðan Derek Fisher var rekinn í febrúar og Phil Jackson, forseti Knicks, er víst hrifinn af því að halda honum.
Ewing vill taka við Knicks
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


