Russell Westbrook var með 21 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst í leiknum sem Oklahoma City Thunder vann 111-107.
Þetta var fimmtánda þrenna Russell Westbrook á tímabilinu sem er það mesta sem leikmaður hefur ná síðan 1988-89 tímabilið þegar Magic Johnson var með sautján þrennur og Michael Jordan var með fimmtán.
Russell Westbrook hefur ennfremur verið með sex þrennur í marsmánuði sem er það mesta síðan að Michael Jordan var með sjö þrennur í apríl 1989.
Westbrook er búinn að vera með þrennu í síðustu þremur leikjum og fjórum af síðustu fimm. Thunder-liðið hefur unnið alla fimmtán leikina þar sem hann hefur náð þrennunni eftirsóttu.
6. mars: 8 stiga sigur á Milwaukee
15 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar
9. mars: 12 stiga sigur á Los Angeles Clippers
25 stig, 11 fráköst og 19 stoðsendingar
14. mars: 34 stiga sigur á Portland
17 stig, 10 fráköst og 16 stoðsendingar
18. mars: 14 stiga sigur á Philadelphia
20 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar
19. mars: 4 stiga sigur á Indiana
14 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar
22. mars: 4 stiga sigur á Houston
21 stig, 13 fráköst og 15 stoðsendingar
Russell Westbrook hefur einnig verið með þrennur á móti Washington og Philadelphia í nóvember, Sacramento í desember, Minnesota, Miami og Houston í janúar og á móti Washington, Orlando og Sacramento í febrúar.
Russell Westbrook triple-doubles with 15+ Ast this season: 5
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 23, 2016
Rest of NBA combined: 4 pic.twitter.com/ni83hKZcr2
Russell Westbrook is 3rd player in last 40 yrs to record 6+ triple-doubles in a calendar month. (via @EliasSports) pic.twitter.com/BTTLNBTcC5
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 23, 2016
Russell Westbrook finds himself in some very elite company. pic.twitter.com/1protK1pyc
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 23, 2016