NBA-leikmaðurinn skráði sig í HeForShe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 15:30 Pétur Guðmundsson skráir sig á fundinum í dag. Hér er hann með Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi og Hannesi Jónssyni, formannni KKÍ. Vísir/Ernir Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Pétur Guðmundsson, eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni í körfubolta, var sérstakur heiðursgestur á kynningarfundi fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna sem fram fór í dag. Á fundinum var talað um nýtt samstarfsverkefni þar sem Körfuknattleiksamband Íslands, Domino’s deildin og UN Women á Íslandi hafa tekið höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Pétur var kallaður upp á fundinum þar sem hann skráði sig sem HeForShe á www.heforshe.is en það gerði hann í gegnum spjaldtölvu í pontu. Markmið átaksins er að hvetja sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og skrá sig sem HeForShe á www.heforshe.is Fyrirliðar karlaliða Domino´s deildar karla skráðu sig sem HeForShe á kynningarfundi karladeildarinnar en að þessu sinni voru það þjálfarar liðanna fjögurra sem komust í úrslitakeppnina en það eru allt karlar. Pétur Guðmundsson spilaði í NBA-deildinni með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á árunum 1981 til 1988 en á að baki alls 150 leiki í deildinni þar af 20 þeirra í byrjunarliði. Pétur varð fyrsti Evrópuleikmaðurinn til að spila í NBA-deildinni, það er leikmaður sem er fæddur í Evrópu. Hann var valinn af liði Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981. Pétur skoraði flest stig í leik með Los Angeles Lakers tímabilið 1985-86 en hann var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali á 16,0 mínútum í leik. HeForShe miðar að því að vekja karlmenn til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni fyrir kynjajafnrétti lið í nærumhverfi sínu. Líkt og að sleppa því að hlæja að óviðeigandi bröndurum sem miða að því að niðurlægja konur á einhvern hátt, svara „nettrollunum“ þegar þau fara yfir strikið með niðrandi orðalagi í garð kvenna og minna sig reglulega á að það eru ekki til neinar stelpu eða stráka íþróttir. Hægt er skrá sig og fræðast meira um hvað felst í að vera HeForShe á www.heforshe.is. Í dag eru einn af hverjum tólf, yfir 18 ára gamlir karlmenn hér á landi, búnir að heita því að vera HeForShe. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe.Vísir/Ernir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna NBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira