Brynjar vill komast að í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2016 19:00 Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira